Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

mánudagur, janúar 30, 2012

Gallapagus III Gunnarsson/-dóttir

Nú er ég gengin 27 vikur af þriðja gallapagusnum okkar Gunna :) Ég hef verið fletta upp í gömlum færslum frá því ég gekk með Gunnar Magnús og með Erling Árna, til að bera saman við þessa meðgöngu. Þá datt mér sú snilldarhugmynd í hug að byrja að documentera þessa! Þótt fyrr hefði verið, hehe. Þessi þriðja meðganga er um margt líkari þeirri með Erling. Ég er á svipuðu róli í þyngdaraukningu, blóðþrýstingi, bumbustærð o.s.frv. Undanfarið er ég þó farin að finna fyrir töluvert aukinni þreytu. Þar spilar kannski inn í að ég er búin að lækka mikið í járni, þó ég sé enn þá í góðum málum. Meðgangan byrjaði í 158 í járni en ég er núna komin niður í 118. Það hlýtur að muna töluverðu í ferskleika. Enda fannst mér ég ekkert þreytt framan af. Núna get ég lognast út af nokkrum sinnum yfir daginn. Stundum þó með þeim afleiðingum að geta ekki sofnað kvöldið á eftir. Sjaldnast þó.

Í fyrradag fann ég í fyrsta skiptið hiksta hjá litla krúttinu. Mér finnst það svo yndislegt og verð svo stolt. Þá er það byrjað að æfa sig að anda :) Það er mjög gott að æfa það vel áður en maður fæðist :)





Hérna er Gallapagus III í 20 vikna sónar. Í góðu tjilli með hönd undir vanga.