Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

laugardagur, ágúst 25, 2012

Sumarbústaðarferð

Í síðustu viku fórum við í sumarbústað með vinum okkar, Óla, Charlotte og Heklu. Þetta er farið að vera árlegt hjá okkur og er ákaflega ánægjulegt. Fastir liðir eru kajak-ferð kallanna, kjöt&bernaise og svo aðalmálið: Mississippi Mudpie. M&m er ofurkaka sem inniheldur hálft kíló af smjöri og fáránlegt magn af marshmallows. Hana er eingöngu hægt að fá sér einu sinni á ári, hún er svo kröftug!

Miss Mississippi


*slef*
Posted by Picasa

Hchamborgarar



Hamborgarastjórinn Óli og Pabbinn með Sigga.
Posted by Picasa

GM íþróttakappi



Posted by Picasa

Barnaþing á Þingvöllum





Posted by Picasa

Erlingur Árni í sumarbústað



Posted by Picasa

Siggi og Hekla í sumarbústað









Þau ræddu ýmis átakanleg mál, líkt og sjá má.
Posted by Picasa

mánudagur, ágúst 06, 2012

Myndir frá fyrri hluta júlí 2012

sunnudagur, ágúst 05, 2012

Áfangar

Núna um daginn urðu stórir áfangar í lífi bræðranna, allir sama daginn! Siggi fór að hlæja (tæplega þriggja mánaða), Elli gerði þarfir sínar í kopp og Gunnar Magnús fór sjálfur í sturtu. Af þessum áföngum fór mest fyrir áfanga Erlings Árna, þar sem öll fjölskyldan var saman komin inni á klói á meðan þetta fór fram. Svo hoppuðu allir og hrópuðu og skelli, skellihlógu. Barnið hefur aldrei sýnt kopp eða klói neinn áhuga en svo skyndilega vildi hann prófa, sem bar svo þennan skemmtilega ávöxt, sem vakti svona mikla kátínu viðstaddra :)