18 mánaða skoðun - 18 months Check up
Jæja, þá er Gunnar Magnús búinn að fara í 18 mánaða skoðun. Hann er orðinn tæp 11 kíló og 80 cm. Litli kallinn var rosalega duglegur og fór langt fram úr því sem búast má við af 18 mánaða börnum. Hann er náttúrulega löngu búinn að mastera labb og hlaup og er allt of kræfur í að klifra. Hann hefur líka gaman af að hoppa í sófanum eða rúminu, hoppa er kannski stórt orð yfir athafnir hans, þetta er kannski meira eins og fjöðrun... Sífellt bætist í orðaforðann og það sem mér dettur í hug í einni svipan er: mamma, pabbi (ruglar samt foreldrum sínum oft saman), amma, afi, Adda, Lala (Vala), Lölli (Hjölli), edda (=þetta, segir þetta oft um fólk), oddu (ostur), dó (stóll), bo (borð), Emmó (Elmó), Lala bó (Stubbarnir), duddi (dudda), ebbi (nebbi), öji (auga), bubú (bumba), dadó (traktor/strætó, segir þetta um alla stóra bíla), já, nei, nó (nei á ensku :), öll helstu dýrahljóð (hestur, voffi, kisa, mumu, meme, svín, ljón, fíll..) og sitthvað fleira hefur strákurinn að segja. Svo finnst mér hann skilja hérumbil allt. Hann bendir t.d. á líkamsparta; hár, augu, eyru, nebba, tungu, hendur, bumbu og tásur. Svo eiga börn á hans aldri að geta staflað þremur kubbum og það getur okkar maður sko með annarri ;) Ég hef mest séð hann stafla átta.
Now, Gunnar Magnus has had his 18 months checkup. He weighs 11 kg and is 80 cm long. He did very well at the checkup and exceeded all what can be expected from an 18 month old. He mastered walking and running a long time ago and he does a lot of climbing :S He also loves hopping on the couch and in his bed, perhaps it's closer to bouncing than hopping... He is adding to his vocabulary very fast these days. He can name many people around him, make animal sounds and name many other things. He probably knows about 30 words by now. So far, only one English word is in his vocabulary and that is "no". I feel like he understands almost everything now. He can point at different body parts when he's asked; like hair, eyes, ears, nose, tongue, hands, belly and toes. Toddlers his age are supposed to be able to stack three blocks on top of each other. I have seen GM stack at least eight ;)
5 Comments:
At 11:08 e.h., Nafnlaus said…
Klár og sætur strákur hann Gunnar Magnús en hann hefur svosum ekki langt að ná í það:)
Hafi þið það sem allra best, Erna í Árósum.
At 1:37 e.h., Nafnlaus said…
Jæja hérna hvað hann er orðinn stór og duglegur. Við verðum endilega að fara að hittast með strákana okkar og catch up. Kveðja, Halldóra.
At 9:07 f.h., Nafnlaus said…
Hi hi Gunnar,
It was so nice seeing you the other day. Have an enjoyable trip in Spain with your Mama & Pabbi! :) I am missing your smile & ur cheeks! See you when you guys are back!
At 3:09 e.h., Nafnlaus said…
ekkert smá klár og flottur strákur og gaman að geta fylgst með honum svona úr fjarska. til hamingju með skírnina í síðasta mánuði. guðni skírði einmitt líka úlf okkar :)
At 5:33 e.h., Nafnlaus said…
uss kemur mér ekkert á óvart snilldargáfurnar í þessu barni ;)
Til hamingju með hann
H
Skrifa ummæli
<< Home