Fótboltastrákur
Gunnar Magnús var að horfa á pabba sinn spila FIFA við félaga sinn, þar sem annað liðið var Barcelona. Pabbinn mundi svo að sonurinn hefði fengið Barcelona-búning í afmælisgjöf og fannst tilvalið að dressa barnið upp. Hann var alveg ofsalega hrifinn (sonurinn), alveg þangað til hann flaug á andlitið þar sem polyester-fótboltasokkarnir voru svo sleipir á parketinu. Það féllu mörg tár en hann fékkst samt til þess að brosa aðeins fyrir móður sína, þó með dudduna, til að documentera hvað hann var fínn í kvöld.
2 Comments:
At 10:21 f.h., Nafnlaus said…
Ég hefði nú ekki þekkt þig duddulausan elsku frændi:)
Það var gaman hjá þér í gær, við skulum hittast fljótlega aftur og pússla. Ég skal passa að lilla taki ekki dudduna þína.
Amín
At 2:03 e.h., Nafnlaus said…
Takk Amín :)
Skrifa ummæli
<< Home