Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

sunnudagur, febrúar 07, 2010

4ra ára afmæli Gunnars Magnúsar



Gunnar Magnús hélt upp á afmælið sitt í gær og bauð nokkrum krökkum af Öldukoti til sín. Hann var búinn að vera svo spenntur að fá þá að þegar þeir loksins komu, þá hringsnerist hann í spenningnum og vissi ekki hvernig hann átti að vera. "Ég er svo æstur! Ég er svo æstur!!" voru svörin sem Pabbinn fékk þegar hann sagði honum að vera ekki svona æstur og þakka fyrir sig! Svo jafnaði hann sig nú fljótlega. Krakkarnir léku sér, fengu sér hressingu og fóru í leiki. Allt gekk þetta merkilega vel fyrir sig og var Gunnar Magnús alsæll með þetta allt saman.

4 Comments:

  • At 6:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Skemmtilegar myndir frá greinilega skemmtilegum degi. Takk fyrir okkur.
    Bestu kveðjur,
    Herdís Anna og Birta

     
  • At 10:36 e.h., Blogger Unknown said…

    Þetta eru nú meiri krúttin, þetta hefur verið frábær dagur hjá afmælisbarninu, og ekki verður morgundagurinn síðri.

     
  • At 7:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Innilega til hamingju með stóra, sæta strákinn ykkar. Sem er bara farinn að skrifa! Ekkert smá duglegur :o) Flottir strákar sem þið eigið ",) Bestu kveðjur frá Krít.

     
  • At 2:12 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Dúllurnar!!! Ekkert smá sætir krakkar. Og rosalega flottir strákar sem þið eigið Mæja mín :-)
    Kv.,
    Brynja & co.

     

Skrifa ummæli

<< Home