Viðtal hjá ljósu - 28 vikur og 2 dagar
Jæja, ég var að koma frá ljósmóðurinni, henni Gígju. Allt kom vel út en upp úr 30 vikum mun ég minnka vinnuna í 50%. Það er svona í ljósi fyrri sögu um háþrýsting og gallstasa. Gallstasinn var annars 12 micromól/L í síðustu mælingu, sem er undir viðmiðunarmörkum sem eru 15. Meðgöngusykursýkisprófið kom einnig vel út. Þá mældist ég 4,6 mmól/L fastandi en svo 8 eftir eina klst og 7 eftir tvær klst. Ég fór auðvitað beint á netið þegar ég kom heim, til að bera saman við hvernig ég var með Erling Árna. Þá voru þessar tölur dálítið lægri. Ætla að taka það til mín ;)
Bumban er orðin ansi myndarleg, mældist 31 cm, sem er 3 cm lengri en meðaltalið fyrir 28 vikna meðgöngu.
Þarf síðan að fara að smella af mér bumbumynd til að setja hingað :) Fer í málið!
Bumban er orðin ansi myndarleg, mældist 31 cm, sem er 3 cm lengri en meðaltalið fyrir 28 vikna meðgöngu.
Þarf síðan að fara að smella af mér bumbumynd til að setja hingað :) Fer í málið!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home