Áfangar
Núna um daginn urðu stórir áfangar í lífi bræðranna, allir sama daginn! Siggi fór að hlæja (tæplega þriggja mánaða), Elli gerði þarfir sínar í kopp og Gunnar Magnús fór sjálfur í sturtu. Af þessum áföngum fór mest fyrir áfanga Erlings Árna, þar sem öll fjölskyldan var saman komin inni á klói á meðan þetta fór fram. Svo hoppuðu allir og hrópuðu og skelli, skellihlógu. Barnið hefur aldrei sýnt kopp eða klói neinn áhuga en svo skyndilega vildi hann prófa, sem bar svo þennan skemmtilega ávöxt, sem vakti svona mikla kátínu viðstaddra :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home