Laugardagsferð í mollið
Við skruppum í Bellevue Square um helgina til að tékka á Gappinu, Viggu Leyndó og fleiri skemmtilegum búðum. Við tókum nokkrar myndir við það tækifæri. Ég hafði fengið sitthvað í afmælisgjöf og ætlaði að skipta einhverju.
Ég var því sérlega glöð í bragði þegar við nálguðumst Gappið góða. Gunnar Magnús var rólegur og góður í vagninum sínum.
En eftir að hafa verið heillengi inni í Gappinu, missti litli kallinn skiljanlega þolinmæðina enda ekkert sérstaklega spennandi í svona búðum fyrir svona litla menn. Þá tók Pabbinn hann upp og hélt á honum í svolítinn tíma.
Við fórum svo á kaffihús og fengum okkur öll að drekka. Við hin stóru fengum okkur einhverja svaðillega súkkulaðibombu en Gunni litli Magnús sá um að búa til eina slíka.
Bomban sú var svo vegleg að honum tókst að klína henni í allar flíkurnar sem hann var í. Því þurfti herramaðurinn að strípa sig alveg í mollinu og skella sér í nýtt dress.
Ég var því sérlega glöð í bragði þegar við nálguðumst Gappið góða. Gunnar Magnús var rólegur og góður í vagninum sínum.
En eftir að hafa verið heillengi inni í Gappinu, missti litli kallinn skiljanlega þolinmæðina enda ekkert sérstaklega spennandi í svona búðum fyrir svona litla menn. Þá tók Pabbinn hann upp og hélt á honum í svolítinn tíma.
Við fórum svo á kaffihús og fengum okkur öll að drekka. Við hin stóru fengum okkur einhverja svaðillega súkkulaðibombu en Gunni litli Magnús sá um að búa til eina slíka.
Bomban sú var svo vegleg að honum tókst að klína henni í allar flíkurnar sem hann var í. Því þurfti herramaðurinn að strípa sig alveg í mollinu og skella sér í nýtt dress.
2 Comments:
At 12:58 e.h., Nafnlaus said…
Do do duvlevur drákur ;)
Kannast við svona menn sem nota öll tækifæri til að fá að berstrípast hvar og hvenær sem er ;)
At 7:20 e.h., Mæja said…
Já, pabbi hans var svona líka. Og hefur lítið breyst en eitthvað skánað með árunum.
Skrifa ummæli
<< Home