Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

þriðjudagur, mars 07, 2006

Farinn að brosa!


Haldiði að Gunni litli Magg sé ekki farinn að brosa til foreldra sinna? Hann tók upp á þessu um helgina og brosti fyrst til pabba síns. Ég trúði honum náttúrulega ekki þegar hann sagði mér þetta fyrst en svo brosti litli maðurinn til mín líka. Manni vöknaði nú bara um augun. En þessi mynd er alla vega fyrsta myndin sem við náum af brosi, þó svo brosið hafi verið að fæðast þarna og varð svo miklu stærra ;)

Annars brosti kallinn líka skemmtilega í morgun. Hann sat sofandi í ömmustólnum sínum og byrjar að opna augun af og til og er að reyna að vakna. Svo koma tvö blaut prumpuhljóð og litli kallinn leit til föður síns og skælbrosti! Greinilega skemmtilegur kall þessi pápi. Ætli þeir munu ekki hafa sama húmorinn feðgarnir.

5 Comments:

  • At 12:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Krúskinpúski!

     
  • At 4:36 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    En hvað það er gaman að sjá hvað þér líður vel í stólnum gula.
    Innilega til hamingju með brosáfangann elsku Mæja og Gunni, it makes it all worth it þegar þau brosa (stundum getur maður ekki hugsað né stafað á íslensku). Annars er allt gott að frétta af okkur hérna í Ladera Ranch, við erum búin að vera sveitt og þreytt við að koma okkur fyrir í 2 daga og fengum þennan líka svaðalega ísskáp í dag sem hefur brjálæðislega fítusa sem tekur einhvern tíma að læra á.
    Amma kemur til okkar í kvöld og eru feðginin einmitt á LAX að sækja hana as we speak. Það verður æði að fá hana.
    Hlökkum svakalega til að fá ykkur í heimsókn í sumar.
    Knús og kossar Hrönn og fjölskylda, Ladera Ranch, CA 92694.

     
  • At 1:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ elsku sæti broskallinn minn.
    Gott að þér kippir í kynið með húmorinn ; )

    Boddí frænka.

     
  • At 2:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hae hae Maeja og Gunni
    Eftir mikla leit fann eg loksins bloggid ykkar og sa ad prinsinn var kominn i heiminn. Rosalega er hann myndarlegur og mannalegur. Innilega til hamingju!

    Edda MacKenzie

     
  • At 3:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Elsku Gunnar Magnus!
    Til hamingju med eins manadar afmaelid.
    Efumst ekki um ad thu hefur att yndislegan manud med foreldrum thinum ... Bjarta framtid!
    Brynja & Gummi

     

Skrifa ummæli

<< Home