Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

þriðjudagur, júní 20, 2006

Babies R Us


Við brugðum okkur í Babies'R'Us um daginn til að kaupa "nauðsynjar" fyrir barnið góða. Meðal annars var fjárfest í Teletubbies-diski, Elmó-tuskubók, tjald til að vera með úti til varnar sólinni og stafateppi. Við höfum æ oftar verið að finna barnið utan gamla leikteppis síns og okkur finnst teppið hérna í íbúðinni okkar pínu subbó, þ.a. við keyptum þetta fína svampstafateppi og erum sérlega lukkuleg með það. Í þessari ferð ætluðum við nú að kaupa allt annað, sem við hættum svo við, sökum ákvarðanakvíða. Við ætluðum að kaupa einhvers konar "activity center", þar sem Gunnar Magnús getur leikið sér uppréttur en það var svo mikið til að við ætlum að skoða málið aðeins betur.

1 Comments:

  • At 12:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    bíddu er líka til babies r us, vissu bara um toys r us ...

     

Skrifa ummæli

<< Home