Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

þriðjudagur, júní 20, 2006

Stór strákur í kerru


Hérna eru feðgarnir á kampus, eftir að hafa gengið alla leið þangað úr Radfordinu. Þetta var fyrsta kerruferðin. Við vorum farin að enda vagnferðirnar yfirleitt á því að halda á barninu. Hann er svo forvitinn, vildi ekki fyrir nokkra muni liggja áfram eftir að hafa vaknað. En nú er það vandamál úr sögunni. Þegar Gunnar Magnús vaknar frá fegurðarblundinum sínum er hægt að rétta bakið á kerrunni upp og þá missir hann ekki af neinu :)


Hann er alltaf mjög sáttur í kerrunni sinni. Þarna er hann reyndar eitthvað að furða sig á því hvað móðirinn er alltaf að brasa með þessa blessuðu myndavél.

1 Comments:

  • At 7:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    mikid er hann ordinn stor strakur. og aaaaalgjør dulla! hilsen,

     

Skrifa ummæli

<< Home