Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

föstudagur, apríl 25, 2008

Bílar











Eitt af því sem nóg er af hérna niðri í bæ, eru bílar. Við erum alltaf að ganga götur með bílastæðum og undanfarið hefur Gunnar Magnús verið að spyrja mig hvað bílarnir heita. Hann er mjög áhugasamur og þekkir núorðið alveg bíltegundirnar Toyota, Volkswagen, Renault, Benz, Ford og Skoda. Margar aðrar er hann næstum kominn með á hreint en ruglar stundum saman Hondu og Hyundai, skiljanlega. Okkur leiðist því aldrei þegar við erum úti að labba og hafa foreldrarnir vart undan við að svara spurningum frumburðarins :)

3 Comments:

  • At 2:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þessi færsla er löngu úreld. Barnið kann langflestar bílategundir og allar þær sem að jafnaði er lagt við Garðastræti og Öldugötu :)

     
  • At 10:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Barnið er bara snillingur, það er ekkert öðruvísi :)


    Védís

     
  • At 11:57 e.h., Blogger Björk said…

    en Mæja mikið varstu duglega að gúgla bílamerkjamyndir. Tel þig góða að muna allar þessar tegundir.

     

Skrifa ummæli

<< Home