Afmæli Öglu og Grétu 10. október
Við fórum upp í Kórsali til Jóhönnu og Jóns um síðustu helgi. Tilefnið var afmæli Öglu Þórunnar, eldri, sem varð sextug 16. október og afmæli Grétu sem varð 25 ára 12. október. Alltaf er gaman þegar fjölskyldan kemur saman og reynum við að gera það einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Annar laugardagur í hverjum mánuði sem inniheldur bókstafinn "r" er frátekinn fyrir þessa hittinga. Við hittumst hjá Jóhönnu og borðum yfirleitt hamborgara og höfum það huggulegt saman.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home