Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

miðvikudagur, mars 21, 2012

Milestone - Flaut

Í gær urðu þau merku tímamót í lífi Gunnars Magnúsar að hann lærði að flauta. Það vakti mikla gleði og stolt. Til að byrja með gekk aðeins að flauta á innsoginu en síðan kom blístrið á útblæstrinum líka. Honum fannst samt  heyrast miklu hærra þegar hann flautaði á innsoginu og gerði það því á um það bil hverri innöndun frá því klukkan hálfsjö í gærkvöldi, þegar uppgötvunin átti sér stað.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home