Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

sunnudagur, maí 20, 2012

Gunnarssynir - 20. maí 2012

Á föstudaginn kom Emilía hjúkrunarkona til okkar og skoðaði litla manninn. Hann var orðinn 4500 grömm, þá 17 daga gamall. Ekkert smá duglegur að drekka! Eiginlega hefur Mamman stundum áhyggjur af því að hann drekki of mikið, því það sullast stundum svolítið upp úr honum og svo er eins og honum sé hálfillt í maganum oft á tíðum. Samt grætur hann nánast aldrei (7, 9, 13!). Þannig að þetta er nú sjálfsagt hið allra besta mál.

Áður en sá yngsti fæddist hafði ég töluverðar áhyggjur af því hvernig það væri í Erling Árna að verða stóri bróðir. Hann sem var svo afskaplega mikill mömmukall. Það er ekki að spyrja að því, minn maður óx upp í hlutverkið á einum degi. Hann er búinn að standa sig alveg afskaplega vel, er duglegur að bjarga sér sjálfur og þykir mjög vænt um litla bróður sinn. Hann er hins vegar alveg óútreiknanlegur, enda ekki orðinn þriggja ára. Til dæmis kom ég að honum um daginn þar sem hann var kominn upp í hjónarúm til litla bróður síns, búinn að taka hann í fangið og var að hagræða honum. Honum fannst hann ætti að liggja uppi á kodda. Það var hálf óhugnanleg upplifun og áminning um hvað við þurfum að passa vel upp á hann. Því þó að hann vilji litlanum allt hið besta, þá hefur hann ekki endilega vit eða getu til að koma því áleiðis svo öruggt sé :)

Af Gunnari Magnúsi er allt gott að frétta líka. Hann er ekkert mikið að kippa sér upp við viðbótina í fjölskylduna. Þaulvanur að eignast systkini! Hann er alltaf jafnduglegur í boltanum. Æfir tvisvar sinnum í viku með KR og er að fara að keppa næstu helgi á VÍS móti. Einnig hefur hann keppt með næsta flokk fyrir ofan sig og mun gera það aftur í sumar. Þeir eru fjórir sem fá þetta tækifæri. Algjör fótboltastjarna. Drengurinn er líka alltaf jafn félagslyndur. Vill helst alltaf vera í heimsókn hjá vinum eða með vini hjá sér. Svo kom hann mér á óvart í gærkvöldi með því að lesa fyrir Erling Árna uppi í koju! Ég hef oft heyrt hann lesa eitt og eitt orð en svo kom hann mér á óvart og las bara í belg og biðu!!! Stoppaði bara við eitt og eitt langt orð... Já, hann er standa sig strákurinn.

Lífið er gott og maður er þakklátur fyrir það :)

2 Comments:

  • At 11:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    en yndislegt!

    bk,
    krúsa og co.

     
  • At 2:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ohh þeir eru allir alveg dásamlegir. Ég sit hérna hálfklökk við tölvuna og get ekki beðið eftir að knúsa ykkur eftir helgi.
    Knús,
    Íris

     

Skrifa ummæli

<< Home