Múttan komin 19 vikur á leið
Ég vex líka og dafna, líkt og gallapagus. Þessi mynd var tekin fyrir viku síðan. Ég er búin að þyngjast um svona 4 kíló, held að það sé alveg eðlilegt. Blóðþrýstingurinn síðast var 64/112.
Ég finn vel fyrir krílinu oft á dag. Það er fyrst núna sem mér er farið að finnast það "eðlilegt". Fyrst um sinn hrökk ég alltaf í kút!
Ég fæ líka samdrætti, alloft á dag. Læknirinn minn sagði mér að drekka bara mikið vatn og fylgjast með að þeir séu ekki reglulegir. Þeir koma helst ef ég reyni mikið á mig, þ.a. ég spurði lækninn hvort ég ætti því að hætta einhverju puði ef ég fyndi fyrir þessu. Hún sá ekki ástæðu til þess. Þannig að held bara mínum dampi. Fer meira að segja stundum í leikfimi, legg ekki meira á ykkur. Svo þarf ég að fara að finna mér meðgöngujógatíma....
Í Costco í gær, keyptum við fyrsta dótið fyrir Gallapagus og erum strax byrjuð að nota það! Um er að ræða geisladiskasett frá Baby Einstein, klassísk tónlist í barnavænni útsetningu. Við mæðginin/mæðgurnar erum einmitt að hlusta á Bach núna :) En þó hefur barnið eflaust mest heyrt af hljómsveitinni Jeff who?, sem er alltaf í spilaranum um þessar mundir. Ekkert smá góð tónlist þar á ferð.
Jæja, best ég fari að ljúka þessari færslu. Tilgangurinn með þessari síðu er að búa til heimild fyrir okkur Gunna og Gallapagus, og líka að leyfa fjölskyldu og vinum að fylgjast með okkur.
Ég finn vel fyrir krílinu oft á dag. Það er fyrst núna sem mér er farið að finnast það "eðlilegt". Fyrst um sinn hrökk ég alltaf í kút!
Ég fæ líka samdrætti, alloft á dag. Læknirinn minn sagði mér að drekka bara mikið vatn og fylgjast með að þeir séu ekki reglulegir. Þeir koma helst ef ég reyni mikið á mig, þ.a. ég spurði lækninn hvort ég ætti því að hætta einhverju puði ef ég fyndi fyrir þessu. Hún sá ekki ástæðu til þess. Þannig að held bara mínum dampi. Fer meira að segja stundum í leikfimi, legg ekki meira á ykkur. Svo þarf ég að fara að finna mér meðgöngujógatíma....
Í Costco í gær, keyptum við fyrsta dótið fyrir Gallapagus og erum strax byrjuð að nota það! Um er að ræða geisladiskasett frá Baby Einstein, klassísk tónlist í barnavænni útsetningu. Við mæðginin/mæðgurnar erum einmitt að hlusta á Bach núna :) En þó hefur barnið eflaust mest heyrt af hljómsveitinni Jeff who?, sem er alltaf í spilaranum um þessar mundir. Ekkert smá góð tónlist þar á ferð.
Jæja, best ég fari að ljúka þessari færslu. Tilgangurinn með þessari síðu er að búa til heimild fyrir okkur Gunna og Gallapagus, og líka að leyfa fjölskyldu og vinum að fylgjast með okkur.
1 Comments:
At 1:54 e.h., Þorbjörg said…
Krúttubumbulína :) Langar mest að koma út til þín til að klappa bumbunni aðeins :)
Skrifa ummæli
<< Home