Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

fimmtudagur, apríl 13, 2006

2ja mánaða heimsókn hjá barnalækninum

Við fórum til barnalæknis í gær. Gunnar Magnús er orðinn 60 cm og 5450 grömm. Elsku litli kallinn fékk hvorki meira né minna en fimm sprautur! Hann var svo duglegur og fékk fimm smáfólksgeimfaraplástra yfir stunguförin. Hann var svolítið lítill í sér það sem eftir lifði dags en er orðinn mjög hress núna.



Annars erum við í átaki í að láta Gunna litla leika sér á maganum. Við höfum ekki verið nógu dugleg í því. Ég leyfi honum að æfa sig með því að liggja á gjafapúðanum, það hjálpar honum smávegis. Þegar ég lagði hann á gólfið í dag, lagðist hann bara með höfuðið til hliðar, það er miklu léttara ;) Svo þegar ég lagði hann á púðann, hélt hann höfðinu í dágóða stund en kom sér svo bara í þessa stellingu:


Fínt að hanga svona og hugsa :)

6 Comments:

  • At 7:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    þetta gerist ekki sætara, er viss um að þið náið ekki sætari mynd af litla molanum :)

    spurning um að koma á myndasamkeppni ;)

    granninn

     
  • At 11:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Snilldarmynd! Hausinn er auðvitað svo ofsa ofsa þungur ;o)
    kv. HDW

     
  • At 11:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hann er algjört rassgat. það er svo svakalega erfitt að leika svona á maganum :)

     
  • At 5:35 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Chillin with the homies....
    Stuðkveðjur frá Californiu, hérna eru allir í sumarskapi enda ekki annað hægt í 40 stiga hita. Komið fljótt að heimsækja okkur. Gunni pabbi!! Það er tennisvöllur í bakgarðinum, þú átt eftir að fíla það vel.
    Knús Hrönn og co

     
  • At 12:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Geggjuð mynd af Gunnari Magnúsi, það er ekki hægt að vera sætari held ég bara

     
  • At 12:21 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Je minn, hvað maður er sætur og á líka svona æðisleg augu:)
    Kær kveðja, Erna, Arnór Steinn og Berglind Björt

     

Skrifa ummæli

<< Home