Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

fimmtudagur, júní 22, 2006

4ra mánaða skoðun



Þessi rúsínubolla var hjá barnalækni í fjögurra mánaða skoðun í gær. Hann er nú orðinn 7 kíló og 65 cm. Hugsið ykkur að lengjast um 15 cm á fjórum mánuðum! Ef ég yrði allt í einu 1.75 m... Og hlutfallslega er þetta miklu meiri stækkun hjá honum. Merkilegt alveg.

Annars þætti mér ákaflega gaman ef að fólk væri enn þá duglegra að kommenta. Það má endilega deila með okkur hverjum ykkur þykir hann líkur, þó svo það fari ekkert á milli mála. Ég má samt láta mig dreyma um að einhver sjái svip frá mér, hehehe.... Annars finnst mér Afi Erlingur líka eiga rosa mikið í honum (enda pabbi pabbans).

4 Comments:

  • At 1:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hvað skal segja... ééég skil þig voða vel elsku Mæja mín, þetta er ekki skemmtilegt til lengdar. Enginn þykist sjá hversu afskaplega afkvæmin eru lík mæðrum sínum. Það þykir mér hinsvegar augljóst, ég á til dæmis augun hans Snorra, hárið, munninn, höfuðið (séð að aftan) og vangasvipinn :) Stebbi á í rauninni bara ennið og nefið kannski :D Þetta sér fólk ekki strax, enda ákaflega fullkomnir galdrar náttúrunnar að verki. Okkar tími mun koma :*
    luuuuuv... Steins

    ps. Sem sagt: Gunnar Magnús er mjög líkur móður sinni, þegar betur er að gáð :D

     
  • At 7:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jám var Gunni ekki búinn að segja þér það fyrsta sem ég sagði þegar þeir feðgar komu að ná í stóla til okkar Kára um páskana ... "vá það er ljóst hvaðan Gunnarnir hafa andlitið" já hann er líkur afa Erlingi ;)

    En næst þegar ég hitti Gunna Jr. þá skal ég reyna mitt bezta til að sjá þig í honum ...

    Knús og gangi þér vel áfram mamma og komið svo heim áður en ég fer svo ég sjái ykkur pínu áður!!

     
  • At 11:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Stundum þarf bara að ýta aðeins á mann ;o)
    Ég kíki á ykkur daglega og finnst svo gaman hvað þið hafið verið dugleg að setja inn myndir af litla stubbnum!
    Við Matthildur Birta skellihlógum yfir "hnefa-myndunum", maður er nú óttaleg rúsína.
    Eru engar fréttir af Íslandsheimsókn? Maður er nú orðin ansi spenntur að fá að hitta litla sjarmörinn :o)
    Knús frá okkur HDW og MB

     
  • At 8:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Líkur ?

    Það er ekki rétta orðið því hann er alveg eins og Gunnar, pabbi sinn.

    kv.
    Snorri þór
    ...og pakkið sem elur hann upp.

     

Skrifa ummæli

<< Home