Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

fimmtudagur, október 22, 2009

Erlingur Árni 3ja mánaða

Nú er Erlingur Árni að verða þriggja mánaða eftir nokkra daga. Við fórum í heimsókn á heilsugæsluna í vikunni og reyndist pilturinn vera orðinn 5,07 kg og 60 cm eða 61, man ekki alveg. Það er ekki hægt að segja annað en að drengurinn sé nettur en hann samsvarar sér afskaplega vel. Hann er miklu minna fyrir að drekka en bróðir hans var. Það er alveg skýrt hvenær hann vill ekki meir og þá vill hann alls ekki meir. Hjúkkan stakk upp á að gefa honum þurrmjólk en ég hálfandmælti því, þar sem það er eins og hann vilji hreinlega ekki meira að drekka, frekar en að mjólkin sé búin í búðinni. Þannig að núna ætla ég að prófa einu sinni til tvisvar á dag, að pumpa mig eftir að hann er hættur og reyna að mata hann af restinni. Því það er hitaeiningaríkasta mjólkin sem kemur í lok gjafar. Vonandi gefur hann þá svolítið í :) En ég vil alveg endilega frekar gefa honum meira af móðurmjólkinni heldur en að fara að rugla framboð-eftirspurn-kerfið sem brjóstamjólkin býður upp á.

Litli kútur er farinn að sýna dóti mun meiri áhuga en hann gerði. Í uppáhaldi er forláta froskur sem hægt er að hengja á barnabílstólinn hans en við notum all over. Hann spilar nokkur lög og tekur litli gjarnan við sér og brosir sínu blíðasta til hans.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home