Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

miðvikudagur, mars 21, 2012

Sónar - 34 vikur

Í gær fórum við bumban í 34 vikna sónar. Tilefnið var að í 20 vikna sónar kom í ljós væg víkkun á nýrnaskálum sem gat bent til nýrnabakflæðis (ef ég skildi þetta rétt). Hins vegar væri oftast um að ræða að bakflæðislokur ættu eftir að taka út einhvern þroska og sú virðist hafa verið raunin hjá Gallapagusi III, blessunarlega. Við vorum ákaflega þakklát. Einnig var stærð barnsins metin og það mældist rétt yfir meðallagi miðað við meðgöngulengd, 2.416 grömm. Höfuðið var vel skorðað en við náðum aðeins að sá andlit ungans. Ég gat ekki betur séð en að gallapagusinn væri í góðum holdum og liði bara afskaplega vel, alveg eins og okkur foreldrunum :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home