Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

miðvikudagur, september 28, 2005

Læknisskoðun

Vorum að koma frá lækninum. Ég hafði þyngst um 3 og 1/2 pund frá því síðast og blóðþrýstingurinn var eins. Ég spurði lækninn út í hversu miklar hreyfingar ég ætti að vera að finna í bumbunni. Mér finnst ég nefnilega ekki finna svo brjálæðslega mikið en ég veit samt alltaf af barninu, því maður finnur alveg fyrir því mjaka sér en ekki beint svaka spörk. Spörkin koma þó líka af og til. Læknirinn sagði að aðalmálið væri að finna hreyfingar en ekki endilega hversu sterkar þær væru :) Nú hefur Gunni náð að finna aðeins fyrir þeim og hann hefur líka heyrt í þeim. Þegar barnið er eitthvað að svamla/sparka í leginu heyrist svona gutl þegar barnið hreyfir sig snöggt. Frekar fyndið.

Hjartsláttur litla barnsins var á bilinu 150 til 155 slög á mínútu. Minn var 100!! Mín bara alveg róleg í læknisskoðun....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home