Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Tásukall







Litli kallinn dafnar vel. Hann er forvitnari en allt. Ég á nokkuð erfitt með að gefa honum að drekka á daginn, því hann má ekkert vera að því. Hann er sífellt að líta í kringum sig og skoða allt og alla. Hann er líka orðinn handóður og maður þarf virkilega að passa sig hvað er í hans nánasta umhverfi. Annars er líka alltaf gott að narta í táslurnar sínar, samanber myndirnar hérna að ofan.

4 Comments:

  • At 2:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ sæti minn.

    Þú ert nú meira krúttið. Algjör prins. Get ekki beðið eftir að Linda mín hitti litla sjarmörinn.

    Hafið það gott.
    Knús og kossar,
    Íris W

     
  • At 4:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta er nú algjör gullmoli sem þið eigið! Ég spyr eins og svo margir aðrir... hvenær ætliði að koma til Íslands? ;)

    Kveðjur úr sólinni í Vesturbænum,
    Krúsa, Bjarni og Ingunn

     
  • At 10:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með 5 mánaða afmælið litli sæti stubbur :o)
    Vonandi fær maður að sjá þig og máta sem allra allra fyrst!!!
    Knús frá Íslandi
    HDW og Matthildur Birta

     
  • At 10:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ja, maður skorast nú líklegast ekki undan því að kommenta meira og þá jafnvel um einkenni sem svipa til foreldranna.

    En það er einmitt eitt sem ég sé svona í einni svipan en það er að Gunnar Magnús er með alveg eins fótabyggingu og pabbi sinn, amk. svipar þessi stelling og fótaburður mikið til pabba síns í fyrirlestri í Hí.

    kv.
    Stebbi Eiríks, "frændi"

     

Skrifa ummæli

<< Home