Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

miðvikudagur, maí 28, 2008

Grindavík

Við Gunnar Magnús brugðum okkur í sleepover hjá Ömmu Hildi í Grindavík um síðustu helgi, á meðan pabbinn fór að klífa Hvannadalshnjúk. Við vorum í sérlega góðu yfirlæti hjá Ömmu og höfðum það voða gott. Við fórum að sjá litla heimalinga, sem verið var að gefa pela og jeminn hvað þeir tóku vel við. Við vorkenndum þeim ákaflega mikið, því þeir áttu enga mömmu :( Hin lömbin fengu bara að drekka hjá mömmu sinni. Við sáum líka hesta, lóur og hrafna í sveitinni. MJÖG spennandi allt saman.

Amma á skemmtilega lest sem maður gat dundað sér með lengi.
Alltaf jafngaman að sulla.

Amma og Lilli búin að hátta.
Litla lambið fær að súpa.

Þau voru svo sæt!

2 Comments:

  • At 11:54 e.h., Blogger Björk said…

    já pabbinn stóð sig eins og hetja á Hnjúknum, ekki mikið mál. Súperútsýni á toppnum. Allir hressir og í góðum gír. Vissulega allir þreyttir í lokin en það er alveg eðlilegt eftir nánast stanslaust 13 tíma labb.
    Eins og við segjum, góður dagur á fjöllum.

    Lítil lömb eru svo sæt, á þessum tímum þá hugsar maður í smá tíma að hætta að borða lambakjöt.


    kv. Björk

     
  • At 12:56 e.h., Blogger Mæja said…

    Já, ég hugsaði einmitt með mér að borða aldrei lambakjöt framar!

    En ég var fljót að gleyma því aftur... Blessuð fæðukeðjan, við erum rosa heppin að vera efst!

     

Skrifa ummæli

<< Home