Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

mánudagur, apríl 02, 2012

Bumba 35 vikur og 6 dagar

























Á pálmasunnudag, 1. apríl, fórum við bumban, Gunnar Magnús og Stefán út á Öldukot að leika okkur í fótbolta. Sólin skein og mamman hafði óendanlega gaman af því að horfa á strákana í fótbolta og fylgjast með því hvernig brosin þeirra fengu litla hvíld :)

Af okkur bumbubúanum er allt gott að frétta. Ég fór í skoðun þegar ég var komin 35 vikur og 3 daga. Barnið er orðið fastskorðað, með hjartsláttinn í kringum 150 (eins og bræður sínir). Bumbuhæðin var 36 cm. Ég hafði ætlað mér að hætta að vinna eftir síðustu viku en þar sem ég hef það ágætt (7, 9, 13) og þörf er fyrir mig í vinnunni, þá stefni ég að því að vinna þessa viku og næstu líka (3 dagar + 4 dagar, hehehe, ekki 5 + 5!). Svo eru það bara páskarnir um helgina. Við familían höfum engin plön, önnur en að láta okkur líða vel og taka svolítið til í kotinu. Undirbúningurinn fyrir þriðja ungann gengur vel. Búið er að setja upp kommóðu fyrir fötin og skiptiaðstöðu. Ég saumaði meira að segja áklæði utan um skiptidýnuna. Legg ekki meira á ykkur! Verð eiginlega að setja inn mynd af því.

En jæja, sum sé, allt gott að frétta :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home