Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Myndir frá síðustu dögum


Hérna þykist Gunnar Magnús vera týndur. Hann er ákaflega mikið fyrir að vera með hendurnar í andlitinu og smjatta á hnefunum á sér.


Feðgarnir brugðu sér saman í sturtu. Sá yngri undi sér mjög vel í sturtunni og var steinhissa á þessu öllu saman. Gunnar eldri líka.


Íbúar Sesamestrætis litu við um daginn. Hérna er Helga með kútinn. Hún var einmitt í móttökunefndinni þegar hann fæddist og var ómetanlegur stuðningur.


Þorri, Líney og Armin. Gestirnir komu með fullt af sætum fötum handa Gunna litla og þökkum við þeim kærlega fyrir okkur.

5 Comments:

  • At 10:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gunnar Magnús!
    Þú ert rugl sætur og endalaust mikið krútt!
    Segðu mömmu og pabba að koma fljótlega heim til Íslands svo að við hérna á klakanum getum farið að knúsa þig! Svo eru líka fullt af góðum barnapíum hérna Íslandi ;)

    Þín frænka
    Adda Mæja

     
  • At 11:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Næstum því jafn sætur og pabbi þinn. Álíka kollvik líka.
    kveðja,
    Erik frændi

     
  • At 2:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Elsku Gunni Magg.

    Þú veist að þér er boðið í fermingaveislu 2. apríl, svo á amma þín líka afmæli 3. apríl ; )
    Nóg af fjöri hér heima!

    Koddu fljótt,
    Þín Boddí.

     
  • At 5:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott að vasareiknirinn var á staðnum á neðstu myndinni. Var Gunni eldri að reikna út desibilin til þess að Gunni júnior vaknaði ekki?

    Kveðja.

    Viðar.

     
  • At 11:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þú ert svo fallegur og fínn litli snúður :) Mmmmmmmvah :*

     

Skrifa ummæli

<< Home