Sætur grautakall
Nú höfum aðeins prófað að gefa Gunnari Magnúsi graut. Nánar til tekið, höfum við prófað það tvisvar sinnum. Í fyrra skiptið tók hann nú ekkert sérlega við honum en í seinna skiptið, sem var áðan, gekk það aðeins betur. Að minnsta kosti ýtti hann ekki öllu út um munninn með tungunni í þetta skiptið. Við munum því eitthvað prófa okkur áfram með fleiri mattegundir bráðlega, þegar við erum búin að prófa grautinn nokkrum sinnum og koma honum alla leiðina í gegnum meltingakerfið hans ;) Annars verðum við að passa upp á að gefa honum ekki of mikið, grunar mig, svo hann missi ekki áhugann á brjóstamjólkinni, sem er náttúrulega það allra besta fyrir hann. Gunnar Magnús er nefnilega ekki enn þá orðinn mikill matmaður og það væri auðvelt að gleyma alveg að gefa honum að borða/drekka, því hann virðist ekki kvarta yfir hungri þó svo stundum líði langt á milli gjafa.
Veitið annars flotta smekknum hans athygli ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home