Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

mánudagur, júní 09, 2008

Hjá Stínu frænku

Gunnar Magnús fór í sleepover til Stínu og familíu um helgina. Þar var ýmislegt brallað, m.a. pissaði ungi maðurinn í kopp!! Legg ekki meira á ykkur... Ekkert smá duglegur. Hann hefur samt ekki verið neitt spenntur fyrir að endurtaka leikinn en það kemur eflaust bráðlega. Stína og krakkarnir bökuðu köku sem Vala og Gunnar Magnús skreyttu myndarlega (þó með smá afföllum á kremi...). Restinni af deginum vörðum við svo á ylströndinni en sökum afslöppunar eru engar grafískar heimildir fyrir því.

Gunnar Magnús fær sér íþróttaálfsvítamín, það fæst ýmislegt upp í munn í hans nafni.

Reyndar vildi hann fljótlega skila vítamíninu...

Vala þeytir rjóma með kökunni og Stína rétt styður við :)

Búið að skreyta kökuna fallega. GMG á bólakafi í rúnstykki með súkkulaðiputta eftir kökuskreytinguna.

Svo var farið út í garð að "vinna". Maður passar sig ofsalega vel í stiganum.
Stína sæta.

"Hæ Mamma".

Stefán og Gunnar Magnús, sjúklega sætir frændur.

Stefán sýnir litla herramanninum graslauk.
..og gæðir sér á honum.

1 Comments:

  • At 12:49 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Stina's garden looks so beautiful. GM has gotten so big! I can't hadly believe it. Wish we were there!

    Mike and Jessica

     

Skrifa ummæli

<< Home