Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

miðvikudagur, apríl 01, 2009

Viðtal hjá ljósu - 22 vikur

Ég fór og hitti ljósmóður þegar ég var komin 22 vikur og allt kom vel út. Gallapagusinn var með hjartsláttinn á milli 150 og 160 slögum á mínútu, enda var hann akkúrat að gera morgunleikfimina þegar mælingin fór fram :) Hæð legbotns var mæld 24 cm, blóðþrýstingur 120/80 og ég var búin að þyngjast um 1,5 kg.

Nú er mallinn líka orðinn svolítið myndarlegur og orðið tímabært að skjalfesta það með myndatöku. Þessi mynd var tekin á Hótel Búðum, Snæfellsnesi, þegar ég var komin 24 vikur.


2 Comments:

  • At 7:21 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Stórglæsileg :)
    Kv. Ólöf

     
  • At 12:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Vei fín! :)

    Gott hvað það gengur vel hjá ykkur!

    Bk,
    Krúsa

     

Skrifa ummæli

<< Home