Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

miðvikudagur, febrúar 18, 2009

Gunnar Magnús 3ja ára

Nú er frumburðurinn orðinn 3ja ára. Á óskalistanum þetta árið voru batman og bílar. Og hann vildi endilega halda Batman-afmæli. Hins vegar fann móðirin hvergi Batman-afmælisútbúnað, svo Gunnar Magnús sætti sig við Mikka mús og félaga. Við buðum fjölskyldunni í afmælisbröns laugardaginn 7. febrúar og það var mikið fjör. Gunnar Magnús fékk margar fallegar gjafir og var yfir sig ánægður. Helst mátti ekki slökkva á Brio-rafmagnslestinnni, heldur láta hana ganga hring eftir hring og prinsinn svaf í súpermanbúning með batman í annarri og sportbíl í hinni. Þannig að hann kom afar vel undan afmælinu :) Mér fannst hann líka merkilega duglegur að muna hver gaf honum hvað, sem gladdi mig mjög.

Nú er orðið aðeins of langt síðan ég skrifaði eitthvað hérna síðast... 23. október... Nú þarf ég að rifja upp hvað hefur á daga okkar drifið síðan þá. Efst á listanum eru náttúrulega jólin. Núna gerði Gunnar Magnús sér mun betur grein fyrir þeim og mundi greinilega ekki vel eftir síðustu jólum. Á aðventunni var ýmislegt brallað tengt jólaundirbúningnum, bakstur, gönguferðir í bænum að skoða jólasveinana í búðargluggunum, fylgst með tendrun Oslóartrésis og fleira. Grýla er karakter sem Gunnar Magnús pældi töluvert í og hafði gaman af, merkilegt nokk. Uppáhaldslagið hans, by far, er Ó Grýla. Hann sat stundum við tölvuna og hlustaði á Ó Grýlu á repeat ábyggilega yfir 10 sinnum!

Svo komu jólin sjálf og þau voru frábær! Gunnar Magnús opnaði gjafirnar sínar af mikilli yfirvegun (ég er ekki að grínast) og var hæstánægður með innihöldin. Lék sér yfirleitt með hverja gjöf í smástund áður en hann sneri sér að næstu. Svo vaknaði kappinn á jóladagsmorgun/-hádegi og hljóp beint út í glugga til að sjá hvað jólasveinninn hefði nú gefið honum í skóinn. En ekki hvað? Sveinki var búinn að mæta alla 13 dagana á undan! Foreldrunum tókst þó að útskýra fyrir honum að sveinarnir væru nú bara 13 og væru lagðir af stað aftur upp í fjöllin. Hann sýndi því skilning.

Ég held að næstu jól hljóti að verða öðruvísi. Þá á hann eftir að muna eftir síðustu jólum og mun hafa vissar væntingar sem skapa spennu. Núna hafði hann engar væntingar og allt þetta frábæra kom honum stöðugt á óvart. Ég gæti t.d. alveg trúað að pakkaopnanir munu taka styttri tíma næst :S En það kemur nú bara í ljós.

Ég náði að vera í jólafríi í tvær vikur sem var alveg yndislegt og Gunni mætti bara í tvo daga til vinnu, milli jóla og nýjárs. Þannig að við náðum þvílíku quality time :)

Jæja... Ég skelli inn myndum bráðlega.

Yfir og út...

2 Comments:

  • At 12:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jei, gaman að sjá nýja færslu!!! :D Kv. Ólöf

     
  • At 12:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hann er svo flottur strákurinn!
    Kv. Védís

     

Skrifa ummæli

<< Home