Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

fimmtudagur, mars 19, 2009

20 vikna sónar, Gallapagus II








Eins og einhverjir hafa tekið eftir var komin teljari hérna efst á síðunni fyrir óléttu nr. tvö hjá okkur Gunna. Við vorum í 20 vikna sónar í dag. Þar fengum við að sjá þetta fallega, fullkomna barn :) Barnið lék á als oddi. Opnaði m.a. munninn upp á gátt og gerði sig líklegt til að stinga táslunum upp í! Það er ekkert yndislegra en að fá að verða vitni að þessu kraftaverki. Allar mælingar komu vel út. Til dæmis var vökvi í maganum sem bendir til þess að bumbugullið sé farið að drekka, sem er víst gott merki.

Út úr alls kyns mælingum fengum við svo dagsetninguna 31. júlí 2009. Það er sami dagur og sónar sagði við 12 vikur.

Ég verð að vera jafndugleg að documentera þessa óléttu, eins og þá fyrri. Blóðþrýstingurinn mældist í hærra lagi í upphafi meðgöngu. Neðri mörk voru 85 við 11 vikur og 80 við 16 vikur. Ég er með blóðþrýstingsmæli hérna heima og þar hafa neðri mörkin verið að mælast frá 64 og upp í 78. Það verður fylgst með þessu, þar sem blóðþrýstingurinn varð of hár síðast, þó bara alveg í lokin. Ég reyni bara að fara vel með mig og þar með litla bumbugullið :)

Ég hef verið að fara í meðgöngujóga í Lótus jógasetri og finnst það alveg yndislegt. Jóga er eitthvað sem ég ætla að halda áfram að stunda eftir meðgönguna, er tótallí málið fyrir mig.

Jæja... ég held áfram að lofa myndum! Þær koma bráðlega ;)

8 Comments:

  • At 7:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gaman að fá fréttir af ykkur og til hamingju með óléttuna :o) Vona að ég nái að hitta nýja gullið í sumar ;) Hvernig er Gunnar Magnús að taka bumbunni og bumbugullinu? Já ætli næstu jól verði ekki aðeins öðruvísi hahaha...úff maður man bara sjálfur hvað maður var svakalega spenntur. Farðu vel með þig Mæja mín. Bestu kveðjur til ykkar og knúsur til prinsins og bumbunnar ;)

     
  • At 10:06 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta eru ekkert smá flottar myndir, og gaman að þið skylduð sjá svona mikið aksjón :)
    Kveðja, Ólöf

     
  • At 1:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    DEA FGZ

    -> Þetta er frá Úlfdísi sem finnst mjög gaman að slá á tölvuna.

    En flottar myndir! Gott að gekk vel í sónarnum :)

    Er ekki frá því að mér sýnist þetta vera strákasvipur, sem er undarlegt þar sem ég er viss um að þetta sé stelpa! Við verðum víst að bíða og sjá :)

    Véddan

     
  • At 5:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    vá stórfréttir... innilega til hamingju með gallapagus nr. 2!
    nú verður sko fjör hjá ykkur!
    hlakka til að fylgjast með þessum eins og hinum.
    kv.
    rut

     
  • At 10:32 e.h., Blogger Unknown said…

    Til hamingju með óléttina ég fylgist með síðunni.

    Liney og Armin

     
  • At 8:43 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Innilega til hamingju með Gallapagus II:)
    kv.
    Ólöf og Ólafur Þór

     
  • At 4:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hey æði að geta fylgst með hér enn og aftur, ég var nú búin að heyra af þessu samt :) en innilega til hamingju með gallapagus 2 og í gvuðana bænum farðu nú vel með þig Mæja mín.

     
  • At 11:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hlakka til að fylgjast með mæja mín!! þetta er það besta í heimi:)

    Ásdís skólasystir

     

Skrifa ummæli

<< Home