Þroskaferli Gunnars Magnúsar
Nú er Gunnar Magnús orðinn tæplega 2ja ára og níu mánaða. Honum fleygir áfram í öllum þroska, þessari elsku. Ég er alveg gapandi á hverjum einasta degi yfir öllu sem hann lætur út úr sér. Það hefur t.d. sýnt sig að hann hefur ótrúlega gott minni. Hann man eftir ótrúlega mörgu, þó það hafi ekki verið rifjað upp lengi, aldrei skoðaðar myndir eða neitt. Til að mynda rifjar hann oft upp atburði úr hringferðalaginu okkar í sumar, leikhúsferðirnar okkar á Skilaboðaskjóðuna (í febrúar!), Skoppu og Skrítlu og Einar Áskel, bíóferð með Pabba á Bubba byggir (í mars eða apríl) og alls kyns ómerkileg smáatriði sem drengurinn man og tekur upp á að rifja upp við hin ýmsu tækifæri.
Honum gengur afskaplega vel á leikskólanum og unir sér mjög vel. Fyrst eftir sumarfríið var hann svolítið tregur að fara og erfiðlega gekk að kveðja hann á morgnana (var samt alltaf mjög kátur þegar maður sótti hann og tregur að koma heim). Núna er ekkert mál að fara á morgnana en eflaust á eftir að koma tímabil aftur þar sem honum finnst þetta erfitt. En hann er þvílíkt að blómstra núna. Hann er með þeim elstu á sinni deild núna, kannski að það spili inn í með þetta aukna sjálfsöryggi.
Mér finnst Gunnar Magnús vera ansi næmur á líðan eða ástand fólks, að minnsta kosti veitir hann því athygli hvernig fólki líður. Oft segir hann mér þegar við erum að labba einhvers staðar, að þessi eða hinn sé leiður og segir yfirleitt í kjölfarið að viðkomandi sé aleinn, eins og það sé hræðilegt! Gunnar Magnús er orðinn mun sjálfstæðari og minna háður okkur foreldrunum, svona hvað móralskan stuðning varðar. Hann er alltaf til í að vera eftir, hvert sem við förum. Það er alveg hætt að virka "ok, þá er mamma bara farin"-trixið.... Honum er alveg sama og segir bara bless með bros á vör.
Jæja, ég vildi bara skrifa nokkur orð hérna, það er svo gaman að lesa þetta allt saman eftir á :)
Af okkur fullorðna fólkinu er allt gott að frétta. Við erum náttúrulega bara að melta þetta nýja ástand sem blasir við okkur næstu árin en höfum yfir nákvæmlega engu að kvarta :) Ég veit líka að það á eftir að koma svo margt gott upp úr þessu ástandi, þó svo að illa eigi eftir að fara í mörgum praktískum málum einstaklinga og fyrirtækja. Við þurfum bara að muna hvað skiptir allra mestu máli í lífinu og sinna því og rækta.
Honum gengur afskaplega vel á leikskólanum og unir sér mjög vel. Fyrst eftir sumarfríið var hann svolítið tregur að fara og erfiðlega gekk að kveðja hann á morgnana (var samt alltaf mjög kátur þegar maður sótti hann og tregur að koma heim). Núna er ekkert mál að fara á morgnana en eflaust á eftir að koma tímabil aftur þar sem honum finnst þetta erfitt. En hann er þvílíkt að blómstra núna. Hann er með þeim elstu á sinni deild núna, kannski að það spili inn í með þetta aukna sjálfsöryggi.
Mér finnst Gunnar Magnús vera ansi næmur á líðan eða ástand fólks, að minnsta kosti veitir hann því athygli hvernig fólki líður. Oft segir hann mér þegar við erum að labba einhvers staðar, að þessi eða hinn sé leiður og segir yfirleitt í kjölfarið að viðkomandi sé aleinn, eins og það sé hræðilegt! Gunnar Magnús er orðinn mun sjálfstæðari og minna háður okkur foreldrunum, svona hvað móralskan stuðning varðar. Hann er alltaf til í að vera eftir, hvert sem við förum. Það er alveg hætt að virka "ok, þá er mamma bara farin"-trixið.... Honum er alveg sama og segir bara bless með bros á vör.
Jæja, ég vildi bara skrifa nokkur orð hérna, það er svo gaman að lesa þetta allt saman eftir á :)
Af okkur fullorðna fólkinu er allt gott að frétta. Við erum náttúrulega bara að melta þetta nýja ástand sem blasir við okkur næstu árin en höfum yfir nákvæmlega engu að kvarta :) Ég veit líka að það á eftir að koma svo margt gott upp úr þessu ástandi, þó svo að illa eigi eftir að fara í mörgum praktískum málum einstaklinga og fyrirtækja. Við þurfum bara að muna hvað skiptir allra mestu máli í lífinu og sinna því og rækta.
6 Comments:
At 7:23 e.h., Nafnlaus said…
Sammála þér Mæja mín, þetta á örugglega eftir að þjappa þjóðinni saman og hún hættir á flippinu og fer að rækta vinina, fjölskylduna og bara allt það sem skiptir máli í lífinu.
Gaman að lesa bloggfærsluna um lillemanninn ykkar, tíminn fljótur að líða, var það bara ekki í gær sem ég hélt á honum nýfæddum.....
Knúsaðu kallana frá okkur.
Hrönn og stórfjölskylda í O.C.
At 12:22 e.h., Nafnlaus said…
Vá...gaman að komast inn á síðuna ykkar-var greinilega eitthvað búin að missa af því að hún væri til! Verðum reglulegir gestir héðan í frá. Gunnar Magnús er nottulega bara algjört Rassgat sko - og hefur stækkað og þroskast mikið síðan þið komuð í sumar. Núna verðið þið bara að fara að kíja í skíðaheimsókn - nógur er snjórinn og allt of dýrt að fara til Austuríkis!
Já, mikið er ég sammála síðustu orðunum þinum. Ég held að þetta fall okkar sé fyrst skref til batnaður á ástandi sem var nottulega bara algerlega óeðlilegt og vitað að þið yrði ekki varanlegt. Nú leitum við bara aftur til fortíðar, lærum að horfa í krónuna, söfnum fyrir því sem okkur vantar og njótum þess meira að vera saman vinir og fjölskylda - í stað þess að eltast við skottið á okkur í lífsgæðakapphlaupi einhverju...þar sem enginn veit í raun við hvað er verið að eltast! Annars er kannski auðvelt að tala svona þegar maður sjálfur hefur "sloppið" nokkuð vel út úr "kreppunni" hingað til allavegana!
Hafið það sem allra best;
Sigga Dóra, Birgir og Konráð Breki.
At 2:08 f.h., Unknown said…
Hæ elsku vinkona!
Gaman að heyra frá ykkur og að allt gengur vel. Spjöllum fljótlega :-)
Brynja
At 4:37 e.h., Nafnlaus said…
Hann er flottur hann GM, ég vottað það að "bless, mamma er farin" trixið virkar alls ekki lengur, hann var amk sallarólegur síðast þegar það var reynt hér hjá okkur, hélt bara áfram að leika sér, alveg öruggur :)
At 1:46 e.h., Nafnlaus said…
Sæll sæti "stóri" frændi og foreldrar hans, já þú hefur sko stækkað alveg fullt!! Gaman að skoða myndirnar úr Hringferðinni, hefur verið rosa gaman hjá ykkur. Hafið það sem allra best, knúsur og kossar frá Krít, Guðrún Erla og Tómas Aris.
At 10:40 e.h., Nafnlaus said…
Hæææ, datt inn á síðuna... hef ekki kíkt lengi lengi. Svo gaman að sjá myndir og mikið væri nú gaman að sjá ykkur einhvern tímann á næstunni. Sé að drengurinn þroskast á hraða ljóssins eins og HLT, eða það er allavegana tilfinningin :)
Annars bara að kvitta - endilega kíktu á síðuna okkar: www.nino.is/helgalind
Skrifa ummæli
<< Home