Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

miðvikudagur, apríl 22, 2009

Viðtal hjá ljósu - 25 vikur og 5 dagar

Ég og Galli litli vorum að koma úr viðtali hjá ljósunni. Það gekk bara vel. Blóðþrýstingurinn hjá mér mældist 130/70, sem er fín tilbreyting frá fyrstu mælingunni við 11 vikur, til dæmis :) Ég er búin að þyngjast um 4,5 kg og hæð legbotns mældist 27 cm, þ.a. það er allt að gerast! Ég tjáði ljósunni að ég væri farin að vera þreyttari en áður og að mig grunaði að járnið væri farið að lækka. Hún tók því fram nálina og stakk í puttann á mér, sem var vont, og komst að því að járnið væri í fínu lagi (120). Hún vildi því flýta sykurþolsprófinu, til að ganga úr skugga um hvort þreytan sé nokkuð vegna meðgöngusykursýki. Ég fer því í slíkt próf eftir tvær vikur. Krossa fingur :)

Galli litli var hinn hressasti að vanda. Hann mældist með hjartsláttinn 150 og sparkaði í ljósuna þegar hún potaði í húsið hans :)

1 Comments:

  • At 3:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott að járnið sé í góðum gír. Vonandi sykurinn líka. Flott bumbumynd hér að neðan ;)

    Véddan

     

Skrifa ummæli

<< Home