Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

mánudagur, ágúst 03, 2009

Dúlli litli 9 daga

Jæja, nú er Dúlli litli orðinn 9 daga gamall. Litli drengurinn er algjört ljós og drekkur og sefur, alveg eins og hann á að gera :) Ljósmóðirin sem hefur komið og heimsótt okkur í heimaþjónustunni útkskrifaði okkur með glæsibrag í dag, var mjög ánægð með hann. Sagði að hann væri kominn með svokallaðan mjólkurmaga :) Á næstunni mun svo koma til okkar hjúkrunarfræðingur og vigta litla prinsinn.

Stóri prinsinn, Gunnar Magnús, er algjör drauma-stóri-bróðir. Hann er svo ljúfur og góður við bróður sinn og vill oft hafa hann hjá sér. Þegar Dúlli grætur, spyr hann stundum hvort hann gráti því hann sé ekki hjá honum. Ofurnæma Mamman tárast alveg við að skrifa þetta. Þvílíkt ríkidæmi!

1 Comments:

  • At 1:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Det var rörende.

     

Skrifa ummæli

<< Home