Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

miðvikudagur, júlí 29, 2009

Dúlli mættur!!!



Dúlli litli ákvað að skella sér sjálfur í heiminn barasta! Ég var rétt búin að skrifa færsluna hérna fyrir neðan þegar vatnið fór... Það var ljósgrænt þ.a. ég fór strax upp á spítala. Engar hríðir hófust að sjálfu sér innan tveggja tíma, þ.a. mér var gefin hálf cytotec tafla til að ýta hlutunum af stað. Dúlli lét ekki segja sér það tvisvar og var fæddur 80 mínútum eftir að ég stakk töflunni upp í mig. Fæðingarlengd í skýrslunni okkar er skráð 39 mínútur! Enda var þetta hríðarstormur, góðan daginn! Ljósmæðurnar náðu að koma í tíma og grípa hann, ég náði ekki að príla upp í rúmið. Hviss, bang, Dúlli mættur!

Dúlli vóg 3195 g og var 48 cm. Nettur, lítill snillingur :)
Posted by Picasa

7 Comments:

  • At 3:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Bara í tísku í svart/hvítu
    Kveðja amma H

     
  • At 6:18 e.h., Blogger Unknown said…

    ooooohhhh..... sjá þennan dúlluríus! Innilega til hamingju með hann!
    Þetta er með styttir fæðingarsögum sem ég hef heyrt, frábært að heyra hvað þetta gekk vel.

    Hlakka til að sjá ykkur :)

     
  • At 9:32 e.h., Anonymous Halldóra said…

    vá frábært að allt gekk vel og ekkert smá snögg að þessu. hamingju óskir kæru foreldrar. kv. Halldóra.

     
  • At 7:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með hann -hann er stórkostlega fallegur!
    Hlökkum til að sjá ykkur :)
    Bylgja

     
  • At 1:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Algjör snilld! Hann er æðislega sætur alveg eins og stóri bróðir :)

    Bk,
    Krúsa og co.

     
  • At 9:05 e.h., Blogger erna said…

    Ohhh.......hann er alveg yndislegur. Frábærir tímar framundan. Innilegustu hamingjuóskir enn og aftur, elsku Mæja mín, Gunni og Gunnar Magnús stóri bróðir:)
    Knús og kossar, Erna og grísirnir 3

     
  • At 10:51 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæææ

    Ertu ekki að grínast í skemmtilegri fæðingasögu hahaha Þetta er algjör snilld!

    Innilega til hamingju með þennan gullmola, hann er algjört yndi. Þvílíkt myndarleg fjölskylda!

    Hafið það gott! Knús og kossar :*

    Heiðbjört, Andri og litla vinkonan

     

Skrifa ummæli

<< Home