Læknaheimsókn 37v+4d
Ég fór og hitti lækni á þriðjudaginn og staðan er bara óbreytt hvað varðar þrýsting og lyfjagjöf. Ég held áfram á sama skammti for now. Legbotninn mældist 37 cm og Dúlli var með hjartsláttinn í 145-150 slögum á mínútu. Svo er ég búin að léttast eitthvað, þannig að í heildina hef ég þyngst um rúm 6 kg. Ég er er nú ekki að hreyfa mig neitt sérlega mikið um þessar mundir, þannig að ætli vöðvarnir séu ekki bara að slappast og valda þessu þyngdartapi.
Almenn líðan er bara eins. Ég get afskaplega lítið gert, þar sem úthaldið er rosalega lítið. Mig grunar eiginlega að það sé útaf lyfjunum frekar en háþrýstingnum, því ég var nú ekki alveg svona slow í síðustu viku. Undirbúningur hérna heima fyrir komu litla barnsins okkar er nú alveg á lokastigi. Búið er að setja upp skiptiborð og vaggan er komin í hús. Búið er að þvo ásættanlega mikið af fötum og pakka niður í hospital bag (maður má nú vona að maður fari sjálfur af stað í þetta skiptið!). Góð vinkona kom við um daginn og lánaði mér fæðingarbolta og fleiri fæðingar-essentials sem tengjast jógatímunum. Jafnframt er búið að fjárfesta í nýrri stafrænni vídjókameru, sem er möst þar sem hin gamla var illa biluð. Þannig að við erum bara svo gott sem tilbúin :)
1 Comments:
At 2:39 e.h., Nafnlaus said…
Gott að heyra að ástandið standi í stað :)
Gleðilegar 38 vikur annars :D Svakalega stutt eftir... ég miða reyndar við 13. ágúst hjá mér, það er svona "síðasti séns" dagur haha.
Bk,
Krúsa og "hiksti litli"
Skrifa ummæli
<< Home