Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

laugardagur, júlí 25, 2009

Gangsetning á mánudag!

Í liðinni viku var ákveðið að ákveða dag fyrir gangsetningu ef ég væri ekki farin af stað. Ég á að mæta á mánudaginn, 27. júlí! Þá verð ég komin 39 vikur og 3 daga. Ástæða gangsetningar fyrir 40 vikur er þessi blessaði háþrýstingur hjá mér og einnig hækkun í gallsýrum. Á miðvikudaginn fór ég í blóðprufu og var gildið komið upp í 32. Ég fékk því einnig lyf við því.

Síðustu vikurnar hafa verið býsna einfaldar hjá mér. Ég hef tekið því alveg ofurrólega og varla farið út fyrir hússins dyr. Gunni hefur verið alger ofureiginmaður og séð um allt. Veðrið hefur verið alveg yndislegt það sem af er júlí og hafa feðgarnir verið duglegir að fara í sundferðir, húsdýragarðinn og fleira til að njóta veðurblíðunnar. Einnig hafa fjölskyldurnar okkar verið afskaplega duglegar að hjálpa okkur. Knús á þær :)

Annars rak ég nú augun í forsíðu Vikunnar, stærðarinnar fyrirsögn: Spáir stórum jarðskjálfta 27. júlí! Hún minnist á tímasetninguna 23:15 eða klukkustundina fyrir miðnætti... Pant bara vera búin að eiga Dúlla þá :)

3 Comments:

  • At 4:52 e.h., Anonymous Halldóra said…

    vá bara tveir dagar í þetta. gangi þér rosa vel :)
    kv. Halldóra

     
  • At 11:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gangi ykkur vel í kvöld -klukkan orðin 23:23 og enn enginn skjálfti -vona að spádómurinn fyrir ykkur gangi betur!
    kveðja,
    Bylgja

     
  • At 10:18 e.h., Blogger Unknown said…

    Myndir takk!! :-)

    Véddan

     

Skrifa ummæli

<< Home