Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

föstudagur, nóvember 04, 2005

Engin sykursýki :)

Ég var að koma frá hjúkku sem er að leysa Dr. Eckert af og fékk m.a. að vita að ég er ekki með meðgöngusykursýki. Jibbí. Ég var farin að vera ansi hrædd um að ég væri með hana, eftir að hafa liðið svona illa þegar prófið var framkvæmt og verið eitthvað hálfþreytt undanfarið. Ég er hins vegar orðin of lág í járninu en samt ekki neitt allt of lág. Hún mælti samt með því að ég keypti mér járntöflur. Blóðþrýstingurinn var 68/114, aðeins hærri en síðast. Ég er samtals búin að þyngjast um 6 og hálft kíló. Núna er líka farið að mæla hæð legbotnsins en hann á um það bil að samsvara því hversu langt maður er kominn í vikum talið. Legbotninn hjá mér var 28,5 cm og ég er komin tæpar 28 vikur, þ.a. það er fínt. Svo er bara næsta læknaviðtal 22. nóvember og þá koma nýjar tölur. Býst við að allir bíði spenntir eftir þeim.

5 Comments:

  • At 1:49 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    já það var einmitt legbotnsmælingin sem ég var að tala um (spjaldaið þarna!) en ha núna fyrst held að það sé byrjað að mæla legbotnin mun fyrr heima en hey kannski þarf það ekkert ég treysti þeim hér í Ameríkunni alla vega alveg fyrir þér Mæja mín :)
    6 kg er nú ekki neitt enda líturu undurvel út ;)
    eh já einmitt járnið, maður hefur nú ekkert slátur hér (enda má ekkert borða það þegar maður er með barni)
    jæja bara three months to go .... see yaaa

     
  • At 1:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    djö veit ég mikið um óléttur þó að ég hafi aldrei verið það sjálf úff þetta hlítur að vera óþolandi helv. að hluta á og lesa ...... ok ég skal fara að þegja!!

     
  • At 8:42 f.h., Blogger Mæja said…

    Þetta er mjög kærkomið Krunka mín. Maður er voðalega þakklátur þegar einhver nennir að tala við mann um óléttur :)

     
  • At 6:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ÉG mæli ekki með járntöflum, hef ekki góða reynslu af þeim sjálf. Ef ég væri þú þá myndi ég reyna að finna járnmixtúru þar sem þær eru mun betri í maga og valda ekki hæ...tregðu....og það er hægt að finna mjög bragðgóðar. Svo er bara að fara að borða spínat í alla mata.
    6 kg er ekki neitt!! Flott hjá þér.
    Kveðja Hrönn

     
  • At 6:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    spínat er jú járnríkt sko en það er annað efni í því sem gerir það að verkum að maður getur ekki nýtt allt járnið sem er í því ... já kindurnar mínar þetta er allt saman þjóðsaga því að eitt sinni þegar var verið að setja spínat á markað varð prentvilla í fæðuþarna upplýsingunum og járnið soldið ýkt ... já já þetta lærir maður í Lífeindafræðinni ;o)
    en bara rautt kjöt og allt dökk grænt grænmeti og korn ... ætti að bjarga járninu eftir að þú hefur tekið eins og einn kúr, mæli líka með mixtúrunni!

     

Skrifa ummæli

<< Home