Fyrsti tíminn í fæðingarnámskeiðinu
Jæja, þá er fyrsta tímanum í fæðingarnámskeiðinu lokið. Aðaláskorunin var að finna blessaða fæðingadeildina. Þessi spítali er þvílíkt völundarhús og risastór. Við höfðum sem betur fer gert ráð fyrir smá tíma til þess að finna staðinn, þ.a. við komum einungis nokkrum mínútum of seint í þetta skiptið. Það er nú ótrúlega fyndið að sjá svona margar óléttar samankomnar og allar komnar svipað langt. Við vorum t.d. nokkrar þarna sem eigum að eiga í lok janúar. Tíminn var bara eins og ég bjóst við, þannig lagað. Við sáum myndband af eðlilegri fæðingu, þar sem ekkert var blörrað og engu sleppt! Það er að sjálfsögðu mikið sjokk fyrir Kanann, því hérna má ekki einu sinni sjást í brjóst í sjónvarpinu. Reyndar var töluvert af útlendingum þarna, eins og okkur, þar sem þetta er háskólasjúkrahús. Svo var farið í gegnum slökun og öndun. Svo kom rúsínan í pylsuendanum: að æfa hinar og þessar stellingar til að vera í gegnum hríðarnar. Við fengum dýnur, kodda og bolta til að nota, ef við vildum. Maður upplifði sig frekar kjánalega þarna en það gerði ástandið skárra að allir voru að þessu í kringum mann og leið alveg eins. Ég held samt að það sé gott að æfa þetta, til að átta sig betur á möguleikunum og svo þægilegt og eðlilegt verði að koma sér í stellingar. Jæja, nóg af gasi í bili... Og þó... Gaman að segja frá því að það tók okkur ábyggilega um 20 mínútur að koma okkur út í bíl aftur. Allir útgangar virtust eingöngu vera neyðarútgangar. Góð saga...
3 Comments:
At 10:34 e.h., Nafnlaus said…
LOL! hlakka til að vita hvernig ykkur gengur í janúar í hríðarstressinu að finna þetta ;)
At 3:16 f.h., Nafnlaus said…
Já eins gott að vera með þetta á hreinu áður en allt fer á fullt. Mér finnst þetta með stellingarnar bráðfyndið, við Árni fórum nú ekki í gegnum þær á okkar námskeiði!!! En þar sem ég hef séð um 50-60 fæðingar þá mæli ég með á fjórum fótum eða standandi, láta þyngdaraflið um þetta...
Jæja, nóg af prumpi eins og þið kallið þetta.
Gerum svo aðra tilraun um næstu helgi, það fer að fækka helgunum sem ég get verið á einhverju útstáelsi þar sem það eru einungis 4 vikur í prófið, shit.
Knús Hrönn
At 5:17 e.h., Big Bird a.k.a. BB said…
Heheheh ja tad er ekki audratad um ranghala Heilbrigdisdeildarinnar. Spurning hvort islenskir byggingarverkfraedingar eigi ekki einhver rad upp i ermum til ad gefa Ammerikonunum um byggingalist :)
Skrifa ummæli
<< Home