Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Læknaviðtal - 40 vikur og 2 dagar

Linda læknir var voðalega hissa að sjá okkur og margbaðst afsökunar yfir því að hafa látið spádómsorðin falla í síðustu viku. Litli Gallapagusinn okkar var með hjartsláttinn í 120 slögum/mínútum. Okkur fannst það nú heldur lágt en hún sagði að það væri eðlilegt að hjartslátturinn lækkaði eftir því sem hjarta barnsins stækkaði. Á föstudaginn förum við svo í mælingu á legvatnsmagni og í barnið fer í hjartalínurit til að athuga betur hvernig það hefur það. Ef barnið verður svo ekki fætt þann 9. febrúar, verð ég sett af stað.

5 Comments:

  • At 12:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Elsku Mæja mín og Gunni minn.
    Gallapagusinn kemur á næstunni - segi enn og aftur 8. febrúar. En nú er ég hins vegar farin að hallast að því að litla frænka mín verði kannski bara litli frændi minn.........
    Ykkar saknandi,
    Boddí soon 2B föðursystir.

     
  • At 12:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Elsku Mæja og Gunni.

    Já það fer alveg að koma að því að þið fáið Gallapagusinn ykkar. Ég var alveg viss um að hann kæmi í gær á afmælisdaginn hans Ástmars:) Ég held líka að þetta sé lítill prins. Maður er svo spenntur, kíki á heimasíðuna nokkrum sinnum á dag. Úff hvernig ætli ykkur líði að bíða svona...:)
    Knús og kossar,
    Íris

     
  • At 7:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ja ha taht er nu oft sagt ad bornin komi einmitt daginn adur en setja a af stad, svo 8.feb hljomar vel ;)

     
  • At 4:55 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ elsku Mæja, Gunni og Gallapagus. Núna erum við búin að vera í henni Calforniu í 5 daga og þetta er búið að vera æði. Yfir 20 stiga hiti alla daga og sól. Við erum búin að finna hús, skóla og leikskóla. Allt perfecto...
    Hlökkum til að sjá ykkur öll 3 þegar við komum tilbaka til Seattle. Vona að þú verðir ekki sett af stað, þú verður að eiga orð við Gallapagus og segja honum að koma fljótlega. En þetta á allt eftir að ganga mjög vel, vittu til!!!
    Knús og kossar frá O.C.
    Hrönn og familje

     
  • At 9:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ elsku hjú,

    nú er maður bara orðinn spenntur að sjá þennan/þessa Gallapagus.
    Verið duglega að bíða, við þurftum nú að bíða í 14 daga eftir litlu Ingunni en það var svo sannarlega þess virði.
    Gangi ykkur allt í haginn
    (og ekki ganga af göflunum :)

    Kv.
    Bjarni Þór og co.

     

Skrifa ummæli

<< Home