Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

mánudagur, janúar 30, 2006

Og þá er maður genginn framyfir

Ekki lét barnið sjá sig þann 29. janúar 2006. Það hefur því greinilega orðið einhver seinkun. Merkilegt hvernig ég held alltaf að nú fari eitthvað að gerast.... Rosa innsæi sem maður hefur, eða þannig... En nú hlýtur bara að fara að líða að þessu. Nú sendið þið hríðarstrauma og ég klára dæmið en, två, tre ;)

9 Comments:

  • At 1:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    *straumar*
    Annars kann ég enginn ráð. Ég var að vakna af síðdegisblundi þegar ég fann fyrstu verkina.
    Kveðja,
    Ásdís Bjöss

     
  • At 1:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gangi ykkur vel Mæja mín. Það er sko ekkert yndislegra en að eignast barn:)
    Engin ráð heldur hjá mér, vatnið mitt fór bara allt í einu og auðvitað löngu fyrir tímann.
    Við hugsum til þín og hlökkum til að heyra fréttir af ykkur.
    Knúskveðjur, Erna, Arnór Steinn og Berglind Björt

     
  • At 2:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hér með færð þú alla þá strauma frá mér sem geta komið að gagni við hríðarnar ;) Ég þarf ekki að nota þá aftur fyrr en í maí svo ekkert vera að flýta þér að skila þeim aftur ;)

    Ég kann engin góð ráð, ég gekk 3 daga framyfir síðast og byrjaði svo allt í einu bara í lokahríðunum... missti af fyrstu stigunum í fæðingunni ;) mjög hentugt ;)

    Gangi þér rooosalega vel! Ég fylgist spennt með... refresha síðurnar ykkar nokkrum sinnum á dag ;)

    LUW
    Þorbjörg

     
  • At 4:39 e.h., Blogger Unnur Stella said…

    Úff við reynum að senda alla þá strauma sem þú þarft á að halda héðan frá okkur í Álaborg. Sjálf gekk ég viku framyfir og var með 4 í útvíkkun frá fimmtudegi til mánudags og var endað með að gefa mér epidural og sprengja svo belginn. Svo ég veit ekki hvort mínir "fæðingarígangsetningarstraumar" geri mikið gagn. Hef samt heyrt að kynlíf, hress ganga, hopp og skopp, miklar stigagöngur og 1 dropi af laxerolíu hjálpi. Svo er bara spurningin hvert af þessum ráðlögðu hjálpartækjum maður getur gert sér í hugarlund að prófa :o)

    Gangi ykkur vel,
    kveðja
    Unnur Stella

     
  • At 4:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sendi hér með fullt fullt af straumum:) Þetta á örugglega eftir að ganga rosalega vel hjá ykkur, barnið er bara að velja sér einhvern flottan afmælisdag! 020206 er sérlega flottur;)
    Kveðja Unnur

     
  • At 4:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    gleymdi að segja að ég kann engin ráð...minn kom bara á settum degi...var reyndar allan þann sólarhring að komast í heiminn og rétt náði sínum degi:)
    Gangi ykkur vel,
    Unnur.

     
  • At 8:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hmm kannski vill hann hafa ömmu sína hjá sér þegar hann kemur í heiminn hver veit.
    Annars hef ég líka heyrt þetta með laxerolíuna og kynlífið ... held samt að það sé ekki gott saman!!

     
  • At 8:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hvíldu þig bara vel. Það eru mín ráð. Öll mín komu eftir blund eða nætursvefn :)
    Kviss, bang og fædd :)

    Svo ég sendi þér strauma núna um kl 10.00 héðan frá Ísl, þá er klukkan 0200 ef ég man rétt þarna hjá þér og þú ættir að fara af stað fljótlega :) Ég lofa!

     
  • At 8:51 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    og þetta hér fyrir ofan var frá Sofiu ;)

     

Skrifa ummæli

<< Home