Sætur lúllukall
Gunnar Magnús er hér sofandi í vöggunni sinni, sem bráðum fer að verða of lítil. Annars finnst honum mjög gott að vera í henni og hjúfrar sig alltaf upp að hliðinni og lætur tauvegginn styðja við snudduna sína. Stundum klikkar kerfið aðeins hjá honum en þá þarf hann bara að baula aðeins og foreldrarnir koma og setja dudduna á sinn stað. Annars reynir hann það líka oft sjálfur. Það er ákaflega sætt að fylgjast með honum með lokuð augun, fálmandi með annarri hendinni í leit að snuddunni, sem hann finnur yfirleitt og stinga henni svo upp í sig. Hitt er svo annað mál hvort hún snúi alveg rétt eða hvort hann nái að halda sér vakandi í gegnum allt þetta ferli. Ég hef oft séð hann fálma eftir snuddunni, ná henni, bera hana upp að munninum og sofna svo aftur. Eins og það sé nóg öryggi, bara það að vita af henni.
6 Comments:
At 2:12 e.h., Nafnlaus said…
æi litli músu kall ... svo sætur :)
At 12:30 e.h., Nafnlaus said…
Þú ert algjört æði litli duddukall.
Knús, Íris
At 12:08 f.h., Nafnlaus said…
Ég er ekki frá því að fallegi frændi minn líkist aðeins Viðari Snæ frænda sínum...
Boddí föðursystir sem er orðin ansi spennt að hitta frænda sem fyrst!!!
At 10:18 e.h., Nafnlaus said…
Þú er algjör rúsína Gunnar Magnús alltaf brosandi. Biðjum kærlega að heilsa gamla settinu.
At 9:46 f.h., Nafnlaus said…
Mikið er þetta fallega skrifað Gunni minn, og góð myndin af ykkur feðgum.
Kv. Hress.
At 9:05 f.h., Nafnlaus said…
Þú ert nú alveg yndislegur :*
Æh, hvað fer eitthvað vel um þig í vöggunni...
Skrifa ummæli
<< Home