Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

miðvikudagur, maí 06, 2009

Sykurþolspróf og viðtal hjá ljósu - 27,5 vikur

Í gær fór ég í sykurþolspróf úti á heilsugæslu. Prófið fór þannig fram að ég átti að mæta fastandi (á mat OG vökva...) frá því klukkan 22 kvöldið áður. Ég kveið þessu hálfpartinn því flestar nætur fæ ég mér sopa af vatnsglasi á náttborðinu. Ég held ég sofi mest með opinn munninn, lekkert, I know, þ.a. ég verð massa þurr í munninum. Ég náði hins vegar að sofa ágætlega fyrir blessað prófið og var blessunarlega ekkert að drepast úr þorsta. Svo mætti ég stundvíslega klukkan átta. Þá er byrjað á að stinga mig tvisvar, fyrst í fingurinn og svo með sprautu. Svo var ég látin drekka sykursullið, hratt vinsamlegast. Úff... þvílíkt ógeð. Manni fannst allt eitthvað rangt við að innbyrða þetta. Og blandan var ekki einu sinni með appelsínubragði, eins og í Ameríku :( Svo fór ég bara inn í herbergi með bók að lesa og lá á bekk. Mátti ekki hreyfa mig mikið og ekki sofna. Þannig að ég las bara og las... Hafði keypt mér skemmtilega bók daginn áður, sem mælt var með í jóganu: Árin sem enginn man. Mæli hiklaust með henni við alla sem hafa áhuga á barnauppeldi og sjálfsþekkingu. Síðan var tekin blóðprufa eftir klukkutíma og svo aftur eftir tvo klukkutíma. Gaman að vera stungin svona oft eða þannig... en ég þjálfaðist í þessu.

Í morgun hitti ég svo ljósuna mína og fékk að vita að niðurstaðan úr sykurprófinu var fín. Fyrir áhugasama var niðurstaðan 4,1 fastandi, 5,7 eftir 1 klst og 6,4 eftir 2 klst. Blóðþrýstingurinn var 120/80, engin þyngdarauking hjá mér frá því síðast og legbotninn í 28 cm. Gallapagus var hinn rólegasti meðan ljósan þreifaði á honum og var með hjartsláttinn í 150 slögum á mínútu.

Næsta viðtal er svo við 32 vikur.

2 Comments:

  • At 5:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með skoðunina og gott að þú komst vel út úr sykurþolinu! Pant fá lánaða bókina! :)

    Krúsa

     
  • At 8:18 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott að þetta kom allt vel út :o) Ekki gaman að fara í svona próf og svo erfitt að vera fastandi þegar maður er óléttur hahaha...var líka send í svona próf. En mér var ekki sagt að ég mætti ekki sofna, þannig að ég dottaði nú bara í hægindastólnum með teppið og dáðist að því hvað það er allt huggó heima á Íslandi (annað en hér). Bumbuknús frá Krítverjunum :o)

     

Skrifa ummæli

<< Home