17 daga gamall
Dúlli litli er nú orðinn 17 daga gamall. Áðan kom hjúkrunarfræðingur til okkar af heilsugæslunni til að vigta gullklumpinn og hann var 3550 grömm, sem er aldeilis flottur árangur, þar sem hann var 2940 grömm í 5 daga skoðuninni. Drengurinn er líka afskaplega duglegur að drekka :) Svo kemur hjúkrunarfræðingurinn aftur á föstudaginn eftir viku.
Stóri bróðir er byrjaður á leikskólanum og unir sér afskaplega vel. Hann var greinilega kominn með nóg af því að vera í fríi, þar sem allir dagar voru mismunandi. Við höfðum rætt það lauslega við hann að bráðum myndi hann fara yfir á stóru deildina, þar sem krakkarnir leggja sig ekki og enginn er með duddu. Drengurinn er búinn að þroskast svo mikið síðastliðinn mánuð að það er ótrúlegt. Honum hefur greinilega fundist það einnig sjálfum, því hann ætlaði bara strunsa framhjá sinni deild og fara beint upp á stóru deildina þegar pabbi hans fór með hann á leikskólann í gær. Hann var því svolítið vonsvikinn að þurfa að fara til "litlu" barnanna en einn kennarinn sagðist skyldu fara með hann upp síðar um daginn í heimsókn.
1 Comments:
At 10:45 e.h., Nafnlaus said…
Flotti frændi minn! Er dáldið spennt að fá að vita nafnið, þarf sem betur fer bara að bíða í nokkra daga.
Amín frænka
Skrifa ummæli
<< Home