Viðtal hjá ljósu - 39 vikur
Ég og bumban fórum í mæðraskoðun í dag. Öll gildi komu vel út. Nú er bumbuhæðin orðin 38 cm og barnið komið lengst niður í grind, eins og ljósmóðirin orðaði það. Hún giskaði á að það væri ca. 3,7 kg núna en tók jafnframt fram að það væri afar erfitt að meta það svona með þukli. Annars eru samdrættirnir búnir að aukast allverulega hjá mér. Og í fyrrinótt hélt ég að ég væri að fara af stað. Var með samdrætti á 10 mínútna fresti í 5 klukkutíma. Þannig að það er einhver undirbúningur og æfingar í gangi. Ég er hins vegar dálítið brennd af því að hleypa mér of langt í væntingum, því allir héldu alltaf að ég væri að fara af stað með Gunnar Magnús en svo kom hann ekki fyrr en eftir gangsetningu við 42 vikur tæpar! Akkúrat núna einbeitum við okkur bara að fæðingardegi pabbans, sem verður fagnað á morgun. 32 ára kappinn :) Það verður síðan spennandi að vita hvaða dag Gallapagus þriðji velur sér.....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home