Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Sver sig í ætt við móður sína

Yfirleitt er svona nokkuð rólegt að gera í bumbunni yfir daginn, þó eru oft undantekningar á því. Bara svona spörk og box hér og þar. Svo þegar ég leggst upp í á kvöldin fer allt á fullt. Ég horfi bara á magann á mér og er í kasti. Það er eins og blessað barnið sé að reyna að brjótast út. Í gærkvöldi og fyrrakvöld fékk svo bumban hiksta. Það er það sætasta sem ég hef séð. Ég var svo með hendina þar sem ég giska á að annar olnboginn hafi verið og fann hann alltaf skjótast taktbundið út. Ég náttúrulega hló og hló. En hiksti skilst mér að sé gott merki því barnið fær oft hiksta þegar það gerir öndunaræfingarnar sínar. Ég var því voða stolt af barninu okkar fyrir að vera byrjað að æfa sig að anda :)

Það virðist því vera sem barnið ætli að sverja sig í ætt við móður sína, enda ekki margir sem státa titlinum Ungfrú Hiksti.is ;)

2 Comments:

  • At 7:17 f.h., Blogger Big Bird a.k.a. BB said…

    æji hvað ég sé þig fyrir mér skellihlæjandi yfir bumbu-slætti :)
    Svakalega er þetta duglegt barn...bara byrjað að æfa fyrir langhlaup það sem lífið er! ég held sko með Gallapagus-i/u

     
  • At 9:35 f.h., Blogger Mæja said…

    Go Gallapagus go, go, go :)

     

Skrifa ummæli

<< Home