Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Læknaviðtal - 36 vikur og 2 dagar

Við hittum lækninn okkar áðan og það er allt gott af frétta af mér og bumbunni. Hjartsláttur barnsins sveiflaðist milli 136 og 144 slög/mín, sem Linda læknir sagði að væri mjög gott (þ.e. að sjá sveiflur). Blóðþrýstingurinn hefur lækkað aðeins hjá mér, sem er gott, og er 116/72. Legbotninn var áfram 36 cm.

Fyrir læknaviðtalið eftir viku, þurfum við að gera fæðingarplan, sem er nokkurs konar óskalisti um hvernig þú vilt að fæðingin gangi fyrir sig. Til dæmis varðandi verkjalyf, þátttöku pabbans og annarra fæðingarfélaga, umskurð stráka og svo framvegis. Einnig þurfum við að velja okkur barnalækni.

6 Comments:

  • At 9:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Umskurð ....

     
  • At 10:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já, mér skilst að ansi margir framkvæmi hann hérna, án trúarlegrar ástæðu. Við erum hins vegar ekki að íhuga slíkt.

     
  • At 12:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott að fá góðar fréttir.

    vs

     
  • At 7:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Rosa gott að gera gott fæðingarplan því maður er ekki alveg í stuði til þess að koma með óskir og annað í miðjum klíðum. Ég var með 4 bls fæðingarplan, með miklar skoðanir á þessu öllu þannig að ef þú vilt fá einhverjar hugmyndir þá get ég hjálpað þér.
    Gott að vita að allt gengur svona vel.

    Knús Hrönn

     
  • At 10:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ef þetta komment kemst í gegn þá er það 4. tilraunin mín! Ekki mesti tölvusnillingurinn.
    Frábært að lesa hvað það gengur allt vel hjá þér Mæja! Ég einmitt gerði svona fæðingarplan líka... skemmst frá því að segja að EKKERT af því gekk upp ;)
    Gangi þér annars rosalega vel þessa síðustu metra! Við bíðum spennt eftir fæðingu erfingjans :)
    Bestu kveðjur,
    Krúsa

     
  • At 8:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gangi ykkur bara vel.... ??? umskurð ?? huggulegt af þeim að bjóða það.....
    kveðja frá Flókagötu

     

Skrifa ummæli

<< Home