Viðtal hjá hjúkku - 38 vikur og 2 dagar
Við hittum Margaret hjúkku í morgun. Blóðþrýstingurinn minn var flottur, 118/72 og GP var með hjartsláttinn í 140 slögum á mínútu. Hins vegar fannst blóð í þvaginu, þ.a. það verður sett í ræktun til að tékka hvort maður sé með þvagfærasýkingu. Þetta getur hins vegar líka bara verið tilfallandi. Útvíkkunin er enn þá bara 1 cm en hins vegar er barnið alveg búið að skorða sig. Við spurðum hjúkkuna hvort hún gæti metið hversu stórt barnið væri, þá sagði hún að Linda hefði gert það í síðustu viku og sett í læknaskýrsluna mína. Fyrir viku mat hún að barnið væri ca. 3,3 kg, sem eru rúmar 13 merkur. Því er ekki ósennilegt að barnið sé ca. 14 merkur núna. En ég var einmitt 14 merkur þegar ég fæddist, eftir 38 vikna meðgöngu, merkilegt...
Annars er allt bara með kyrrum kjörum. Samdrættirnir eru ekkert að aukast eða svoleiðis. Þannig að maður er bara rólegur og bíður eftir þeim tíma sem hentar GP að koma í heiminn og leyfa okkur að sjá sig :)
Annars er allt bara með kyrrum kjörum. Samdrættirnir eru ekkert að aukast eða svoleiðis. Þannig að maður er bara rólegur og bíður eftir þeim tíma sem hentar GP að koma í heiminn og leyfa okkur að sjá sig :)
3 Comments:
At 10:37 f.h., Nafnlaus said…
Jiminn einasti eini!!! Ég er orðin svooooo spennt :) Vona að allt gangi áfram vel elsku Mæja mín og litli/a Gallapúss! Já og Gunni minn :D Voða verður gaman að sjá ykkur, þó síðar verði!
Hlýjustu og bestu kveðjur frá okkur Stebba, Steinu og Snorraling :*
At 8:50 e.h., Mæja said…
Takk fyrir kveðjurnar, elsku Steina mín og Sigga mín. Og innilega til hamingju með óléttuna, Sigga!!! :) :*
Ég vildi síðan bara segja að ekkert fannst í þvaginu, þ.a. það er í gúddí :) :) :)
At 2:08 e.h., Unnur Stella said…
Hæ hæ,
þú ert orðin rosa flott með kúluna. Held þú losnir samt við hana á settum degi 29. jan. Gangi þér vel í ameríkunni.
Kveðja,
Unnur Stella
(ps. er loksins komin með blogg sjálf. alaborgarstellan.blogspot.com)
Skrifa ummæli
<< Home