Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Læknaviðtal 37 vikur og 2 dagar

Við hittum Lindu lækni áðan og fréttirnar eru svipaðar og fyrir viku síðan, blessunarlega. Blóðþrýstingurinn minn 120/80, hjartsláttur barnsins 142 slög/mínútu og bumban eins stór og hún á að vera. Leghálsinn er farinn að styttast aðeins og var 1,5 cm þykkur en var orðinn mjúkur. Svo er maður barasta kominn með 1 cm í útvíkkun! Linda potaði meira að segja í hausinn á barninu. Þetta þýðir samt ekkert að barnið fæðist á næstu dögum. Þetta er bara kroppurinn að undirbúa sig ;)

8 Comments:

  • At 6:47 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Alltaf gott að heyra góðar fréttir, en þýðir þetta að barnið sé búið að skorða sig ??

     
  • At 6:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Eitthvað finnst mér þá orðið ólíklegt að ég fái GP í afmælisgjöf... :-/

     
  • At 7:17 e.h., Blogger Mæja said…

    Það er alveg ómögulegt að segja til um hvenær barnið fæðist, þ.a. þú átt alveg góðan sjens Ólöf mín. En líklegast munt þú eiga afmæli á undan GP ;)

    Nú veit ég ekki hvernig það er orðað á ensku að barnið sé búið að skorða sig en læknirinnn talaði um að það væri komið nokkuð langt niður í mjaðmagrindina.

     
  • At 8:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það væri nú dálítið fyndið ef hann Gallapagus léti á sér kræla í saumó á föstudaginn....ætlarðu ekki annars að koma??
    Sjáumst vonandi þá.
    Kveðja Hrönn

     
  • At 10:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Á ensku er talað um að barnið sé engaged. Svo man ég að í Skotlandi töluðu ljósurnar um að barnið væri t.d. 3/5 engaged sem þýddi að það var vel skorðað en samt ekki alveg skorðað(5/5).
    Bk,
    Krúsa

     
  • At 12:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ég giska á að ég fái hann í afmælisgjöf ehehh ;)

     
  • At 4:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Halló kríli og foreldrar
    Flottar bumbumyndir. Þú tekur þig vel út Mæja. Fylgist spennt með næstu dögum...vonandi ekki vikum. Gangi ykkur vel.
    Ásdís Bjöss

     
  • At 10:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Va en spennandi:) Gangi ykkur alveg rosalega rosalega vel:)
    Bestu kvedjur fra London,
    Unnur.

     

Skrifa ummæli

<< Home