Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Læknaviðtal - 39 vikur og 3 dagar

Jæja, enn eitt læknaviðtalið að baki. Núna var hjartslátturinn hjá barninu í 130 slögum á mínútu. Ég gleymdi að spyrja hver blóðþrýstingurinn væri hjá mér og ég er búin að þyngjast um 12 kg í heildina. Útvíkkunin var komin í 2 cm. Linda spurði svo hvort ég vildi láta hreyfa við belgnum og ég þáði það að sjálfsögðu. Þetta er sakleysisleg aðferð/tilraun til að koma fæðingu af stað. Hún virkar samt alls ekki alltaf. Og að sjálfsögðu vonar maður að allt fari af stað í kjölfarið. En á sama tíma reynir maður að segja við sjálfan sig að það geti verið rúmar tvær vikur í þetta. Við bókuðum svo næsta tíma hjá Lindu, sem verður næsta þriðjudag. Hún sagðist þó vera hissa, ef hún sæi okkur þá :) :) :)

4 Comments:

  • At 1:45 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    gott að sjá að þetta lítur vel út og auðvitað reynir Gunni núna að fynna holóttan veg til að fara með þig á rúntin á ;)
    Annars er það bara 29. ég hlakka til þá :o)

     
  • At 4:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta er greinilega allt að fara af stað......2 í útvíkkun er nú góð byrjun. Hlakka til að fá fréttir og sjá lillemann/lillusnúll. KNús frá Kirklandinu, gangi ykkur alveg ofsa vel.
    Hrönn, Árni og kids

     
  • At 9:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jiiii hvað þetta er spennandi! Nú á ég eftir að refresha allar síðurnar ykkar þrjár með reglulegu millibili þangað til Gallapagus er kominn! Bíð spennt :D

     
  • At 10:05 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gangi ykkur vel, ég sendi orku yfir hafið og vona að þú/mæja sért mín megin í þessu öllu ;)

    Sofia

     

Skrifa ummæli

<< Home