Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

þriðjudagur, mars 27, 2007

Lasinn með banana - Banana boy with stomach flu


Gunnar Magnús 13 months

Jæja, þá er gulldrengurinn orðinn 13 mánaða og orðið tímabært að skrifa nokkuð orð um þroska barnsins. Hann er núna alveg búinn að mastera gönguna og tekur jafnvel á sprett þegar maður nálgast hann með húfu og flíspeysu. Hann talar um Mömmu og Pabba (Mamma og Mammi yfirleitt, stundum Babbi), Ömmu, fugla og bíla. Hann er ekki enn þá búinn að ná þessu með dýrin, að þau segi hitt og þetta, nema að kisan segi mjá (ááá), annars fara öll önnur fjórfætt dýr í sama flokk, þ.e.a.s. ljónaflokkinn og segja þau því öll argggg. Eigum aðeins eftir að fínpússa þetta. Svo segir hann bæ, þegar hann kveður og þegar hann kyssir. Hann setur kossa órjúfanlega í samhengi við kveðjustundir, þ.a. þegar maður er að knúsa hann og kyssa, þá segir hann iðulega bæ, bæ.

Við erum búin að vera í töluverðum vandræðum með að fá drenginn til að borða almennilega, þar sem þrjár magakveisur hafa herjað á okkur í febrúar- og marsmánuði. Núna er matarlystin sem betur fer komin í gott lag hjá kappanum og borðar hann nú vel og nokkuð fjölbreytt. Við komum meira að segja að honum áðan, þar sem hann var búinn að gera nokkur stykki á gólfið og var að smakka á þeim!!!! Og honum fannst þetta greinilega gott á bragðið, hló og hló....

Gunnar Magnús er enn þá í aðlögun hjá dagmömmunni, þ.e. er bara hluta úr degi en svo er hann svo heppinn að eiga súperömmu og -afa sem að sækja hann og hann er hjá þeim þangað til ég kem heim úr vinnunni. Þetta gengur ágætlega fyrir sig og hann unir sér vel á báðum stöðum.

-------------

Well, now the golden boy has turned 13 months and it's about time I write something about his development. He has mastered his walking skills and even runs when we approach him with his fleece jacket and hat. He can say Mom, Dad, Grandma, bird and car (in his own Icelandic words of course). He still hasn't quite figured it out what the animals "say" but he does know that the cat says mewww. However, all the other four legged animals fall into the same category and say "roar", like the lion, which is our favorite animal :) He also says bye when saying good-bye to someone and sends a kiss at the same time. And kisses always come with a "bye", he can't seperate the two yet...

We have had quite a trouble feeding the little guy, since we have had three stomach flu-s in February and March. Now he's finally eating much more and his appetite is much better. He even ate his own #2, today :S And he even liked it!!!

Gunnar Magnus has started going to a daycare "mom" when I started working at the beginning of March. He is doesn't spend the whole day with her yet, but his super grandma and super granddad pick him up and he spends the rest of the day with them, until I come home from work. He enjoys being at both places very much.